Viðskipti innlent

Íslenskur ís slær í gegn í London

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Íslenskur ís slær í gegn á Hamborgarabúllu Tómasar í London.
Íslenskur ís slær í gegn á Hamborgarabúllu Tómasar í London.
Lundúnarbúar virðast kunna að meta íslenskan ís ef marka má viðtökurnar sem Kjörís hefur fengið á Hamborgarabúllu Tómasar þar í borg.

Búllan nefnist á ensku Tommi´s Burger Joint og hóf hún nýlega að selja mjólkurhristinga framleidda úr íslenskri ísblöndu frá Kjörís og þetta er í fyrsta skipti sem Kjörís er seldur utan Íslands.

Tommi og félagar hans á Búllunni vildi bjóða viðsktipavinum sínum í London upp á mjólkurhristinga líka þá sem þeir bjóða upp á hér á landi. Þeif fundu engan ís sem þeim leist nógu vel á og ákváðu þeir því að óska eftir því að flytja út íslenskan ís.

Ísinn hefur að sögn búllumanna slegið í gegn og á Twitter má sjá ánægða viðskiptavini veitingastaðarins lýsa hrifningu sinni á ísnum.

Einn segir: „Mig dreymir um mjólkurhristinginn með kaffibragði hjá Hamborgarabúllunni. Hann ásækir mig.“

Annar segist hafa smakkað súkkulaðihristinginn en hann hafi heyrt að hann verði að smakka íshristinginn með kaffibragðinu. „Íslenskur ís er bestur!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×