Viðskipti innlent

Sértryggð skuldabréf Landsbankans tekin til viðskipta

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans hringdi Kauphallarbjöllunni í morgun.
Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans hringdi Kauphallarbjöllunni í morgun. Mynd/Kauphöll Íslands
Viðskipti hófust í morgun með sértryggð skuldabréf Landsbankans í Kauphöll Íslands (Nasdaq OMX Iceland.).

„Þetta er fyrsta skráning á verðbréfum sem útgefin eru af Landsbankanum,“ segir í umfjöllun Kauphallarinnar um málið.

Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans hringdi bjöllu Kauphallarinnar til marks um upphaf viðskiptanna og skráningu bréfanna.

„Við óskum Landsbankanum til hamingju með þennan áfanga!“ segir í umfjöllun Kauphallarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×