Vinnustaðir verða líkastir flugstöðvum Haraldur Guðmundsson skrifar 10. október 2013 07:00 Sturla Jóhann Hreinsson líkir vinnustað framtíðarinnar við flugstöð þar sem starfsfólk fyrirtækja ferðast inn í fjölbreytt hópastarf. Fréttablaðið/Þorgils „Vinnustaður framtíðarinnar verður verkefnadrifinn og honum mætti frekar líkja við flugstöð en skrifstofubyggingu,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson, starfsmannastjóri Landsvirkjunar. Sturla og aðrir félagar úr Flóru, félagi mannauðsstjóra, standa í dag fyrir ráðstefnu í Hörpu sem fjallar um vinnustað framtíðarinnar út frá ýmsum hliðum. „Í framtíðinni mun starfsfólk fyrirtækja ferðast inn í fjölbreytt hópastarf, bæði innan hvers fyrirtækis og utan þess, og sinna smærri og stærri verkefnum. Verkefnin verða þá í flestum tilvikum tímabundin og þegar kemur að næsta verkefni verður ekki endilega sami farþegalisti,“ segir Sturla og heldur sig við flugstöðvarlíkinguna.Sturla Jóhann Hreinsson, starfsmannastjóri Landsvirkjunar.Á ráðstefnunni í dag koma saman innlendir og erlendir fyrirlesarar í þeim tilgangi að draga upp mynd af því hvernig hinn hefðbundni vinnustaður gæti litið út árið 2020. Þar verður að sögn Sturlu leitast við að svara spurningum eins og þeim hvernig byggingarlist geti stutt við mótun fyrirtækjamenningar og hvernig tæknin eigi eftir að breyta vinnuumhverfi fyrirtækja. „Tölvur og ýmis hugbúnaður eru þegar farin að ráða við einfaldari verkefni sem fólk sinnti áður og af þeim sökum eru þau verkefni sem eftir sitja oft meira krefjandi,“ segir Sturla. Í því sambandi nefnir Sturla að hann telji að á næstu árum verði gerðar meiri kröfur um félagslega færni og aukna getu starfsfólks til að vinna úr miklu upplýsingamagni. „Starfsfólk fyrirtækja þarf að geta ráðið við aukið streituálag í umhverfi sem þessu. Stærri fyrirtæki munu að öllum líkindum skera hefðbundna starfsemi sína niður en á sama tíma nýta sér þjónustu smærri og sérhæfðari fyrirtækja,“ segir Sturla. „Það er fróðlegt að velta þessu fyrir sér því það er ekki langt í árið 2020 og tímabært fyrir þá sem eru að vinna með fólk í fyrirtækjum að huga að því sem er handan við hornið," heldur Sturla áfram. „Komandi ár munu án efa gera nýjar kröfur til stjórnenda jafnt sem starfsfólks og því er skemmtilegt að hugleiða hver þróunin gæti orðið.“ Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
„Vinnustaður framtíðarinnar verður verkefnadrifinn og honum mætti frekar líkja við flugstöð en skrifstofubyggingu,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson, starfsmannastjóri Landsvirkjunar. Sturla og aðrir félagar úr Flóru, félagi mannauðsstjóra, standa í dag fyrir ráðstefnu í Hörpu sem fjallar um vinnustað framtíðarinnar út frá ýmsum hliðum. „Í framtíðinni mun starfsfólk fyrirtækja ferðast inn í fjölbreytt hópastarf, bæði innan hvers fyrirtækis og utan þess, og sinna smærri og stærri verkefnum. Verkefnin verða þá í flestum tilvikum tímabundin og þegar kemur að næsta verkefni verður ekki endilega sami farþegalisti,“ segir Sturla og heldur sig við flugstöðvarlíkinguna.Sturla Jóhann Hreinsson, starfsmannastjóri Landsvirkjunar.Á ráðstefnunni í dag koma saman innlendir og erlendir fyrirlesarar í þeim tilgangi að draga upp mynd af því hvernig hinn hefðbundni vinnustaður gæti litið út árið 2020. Þar verður að sögn Sturlu leitast við að svara spurningum eins og þeim hvernig byggingarlist geti stutt við mótun fyrirtækjamenningar og hvernig tæknin eigi eftir að breyta vinnuumhverfi fyrirtækja. „Tölvur og ýmis hugbúnaður eru þegar farin að ráða við einfaldari verkefni sem fólk sinnti áður og af þeim sökum eru þau verkefni sem eftir sitja oft meira krefjandi,“ segir Sturla. Í því sambandi nefnir Sturla að hann telji að á næstu árum verði gerðar meiri kröfur um félagslega færni og aukna getu starfsfólks til að vinna úr miklu upplýsingamagni. „Starfsfólk fyrirtækja þarf að geta ráðið við aukið streituálag í umhverfi sem þessu. Stærri fyrirtæki munu að öllum líkindum skera hefðbundna starfsemi sína niður en á sama tíma nýta sér þjónustu smærri og sérhæfðari fyrirtækja,“ segir Sturla. „Það er fróðlegt að velta þessu fyrir sér því það er ekki langt í árið 2020 og tímabært fyrir þá sem eru að vinna með fólk í fyrirtækjum að huga að því sem er handan við hornið," heldur Sturla áfram. „Komandi ár munu án efa gera nýjar kröfur til stjórnenda jafnt sem starfsfólks og því er skemmtilegt að hugleiða hver þróunin gæti orðið.“
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira