Viðskipti innlent

Krónuappið sótt tíu þúsund sinnum

Tinni Sveinsson skrifar
Viðskiptavinum Krónunnar í Lindum var komið á óvart nú í vikunni þar sem verið var að kynna nýja appið.
Viðskiptavinum Krónunnar í Lindum var komið á óvart nú í vikunni þar sem verið var að kynna nýja appið.
Verslunin Krónan gaf fyrir tveimur vikum út app sem gerir viðskiptavinum kleift að versla á skilvirkari hátt. 

Appið er aðgengilegt fyrir snjalltæki á App Store og Google Play. Í tilkynningu frá Krónunni kemur fram að appið hafi verið sótt 10 þúsund sinnum og að það sé í fyrsta sæti á vinsældarlistum í app-búðunum.

„Það kom okkur alveg á óvart að appið myndi verða svona vinsælt strax, þannig að við erum hæstánægð með þessi viðbrögð,“ segir Berglind Ósk Ólafsdóttir, markaðsstjóri Kaupás. 

Í Krónuappinu er hægt að skanna strikamerki til að sjá verð, skoða vörulista, sjá tilboð, búa til innkaupalista og senda þá sem SMS og tölvupóst, fá upplýsingar um opnunartíma og margt fleira.

Hér fyrir neðan er kennslumyndband frá Krónunni þar sem farið er ítarlega yfir virkni appsins.


Krónan kynnti appið á óhefbundin hátt í verslun sinni í Lindunum nú í vikunni eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan. Hér er hægt að skoða fleiri myndbönd þar sem viðskiptavinum er komið á óvart.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×