Viðskipti innlent

Jarðböðin við Mývatn skila tugmilljóna hagnaði

Haraldur Guðmundsson skrifar
Jarðböðin í Mývatnssveit laða til sín þúsundir gesta á hverju ári.
Jarðböðin í Mývatnssveit laða til sín þúsundir gesta á hverju ári. Mynd/Vilhelm.
Rekstur Jarðbaðanna í Mývatnssveit skilaði 72 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Fyrirtækið er í eigu Baðfélags Mývatnssveitar en það skilaði á sama tíma 89 milljóna króna hagnaði. Frá þessu er greint í VIðskiptablaðinu.

Þar segir að rekstrartekjur Baðfélagsins hafi numið 239 milljónum króna á síðsta ári og að félagið hafi þá greitt hluthöfum sínum um 20 milljónir í arð.

Jarðböðin við Mývatn voru opnuð 30.júní 2004 og eru opin allt árið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×