Viðskipti innlent

Íslenskar götumyndir komnar á Google Street View

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Laugavegur, Reykjavík.
Laugavegur, Reykjavík. mynd/google

Vefsíðan Google Maps hefur opnað fyrir Íslandsmyndir í Street View-hluta síðunnar, en myndavélabílar Google tóku myndir hér á landi í sumar.

Hægt er að skoða götur og hús í Reykjavík, á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og víðar en bílarnir tóku 360° ljósmyndir sem hægt er að „ferðast“ um.

Til að virkja Street View-haminn á Google Maps þarf að slá inn nafn staðarins sem stendur til að skoða, og draga síðan gula karlinn úr vinstra horninu á kortið.

Andlit vegfarenda eru gerð óskýr en margir hafa deilt myndum af sér á samfélagsmiðlunum í dag þar sem Google-bílarnir hafa náð af þeim mynd.

Tók Google mynd af þér? Sendu okkur myndina á ritstjorn@visir.is eða settu slóðina í athugasemd.

Kaupvangsstræti, Akureyri. mynd/google
Pollgata, Ísafirði. mynd/google


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
3,66
3
2.287
VIS
2,13
11
161.276
KVIKA
1,44
23
495.696
TM
1,07
8
105.011
FESTI
0,43
6
52.019

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-2,88
15
18.352
ORIGO
-2,43
2
2.210
EIK
-2,23
6
21.414
HEIMA
-1,35
1
439
ICEAIR
-1,08
26
12.014
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.