Fleiri fréttir

Ísland er ekki opinbert sölusvæði iPhone

"Það er erfitt að segja hvenær sendingin lendir hér á landi en iPhone er fluttur eftir óhefðbundnum leiðum hingað til lands því Ísland er ekki opinbert sölusvæði iPhone,“ segir Sigurður Helgi Ellertsson, starfsmaður í versluninni Macland.

Bland auglýsir eftir bílasala

Vefsíðan Bland auglýsti eftir löggildum bílasala um síðustu helgi til þess að annast umsýslu með bíla á vefnum.

Deilt um hurðir í Hallgrímskirkju

Listamaðurinn Leifur Breiðfjörð hefur höfðað mál á hendur fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem telja bronshurðir hans vera smíðavörur.

Tók yfir hlut Skúla í Securitas

Margrét Ásgeirsdóttir, fyrrverandi eiginkona Skúla Mogensen, hefur tekið yfir hlut hans í öryggisþjónustufyrirtækinu.

Risamarkaður handan við hornið

Í Evrópu veltir markaður fyrir ráðstefnur, fundi og hvataferðir um 30.000 milljörðum íslenskra króna. Tuttugasti hluti úr prósenti af þeim markaði skilar Íslandi 16 milljörðum. Sérfræðingur segir að Reykjavík geti komist í hóp tíu vinsælustu ráðstefnuborg

GTA 5 kostaði 32,6 milljarða króna

Tölvuleikir standa nú jafnfætis kvikmyndum, sjónvarpsefni og teiknimyndum í afþreyingariðnaði. Kostnaður við nýjasta Grand Theft Auto leikinn eru svipaður og við dýrustu kvikmyndir heims. Tekjumöguleikar eru aftur sagðir enn meiri. Halað var inn fyrir kostnaði í forsölunni einni.

Íslenskar útgerðir kaupa tvö norsk skip

Norska ríkisútvarpið (NRK) bendir á að 64 störf tapist á norsku landsbyggðinni við sölu tveggja skipa til Íslands. Nú síðast keypti Hraðfrystihús Hellissands línuveiðiskipið Polarbris. Áður keypti Samherji skipið Carisma Star sem nú heitir Anna AE.

Fjárlög marklítið plagg

Hagfræðideild Landsbankans segir stöðu ríkisfjármála vera mun verri en gefið hefur verið til kynna. Talsverður halli á rekstri ríkisins síðastliðin þrjú ár.

Búin að selja Ungu ástina mína

Sara Hlín Hálfdanardóttir stofnaði bókaforlagið Unga ástin mín árið 2006, nú sjö árum síðar hefur hún selt Bókafélaginu forlagið sitt og ætlar að einbeita sér að breskum markaði.

Kemur með tvær milljónir dala til landsins

Mikil gróska er í tölvuleikjaiðnaðinum hér á landi. Nýverið kom tölvuleikjaframleiðandinn Plain Vanilla með tvær milljónir dala til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands.

Hagnaður N1 129 milljónir króna

Rekstrartekjur N1 á fyrstu sex mánuðum ársins 2013 voru 27.924 milljónir króna samanborið við 28.828 milljónir á sama tímabili í fyrra.

Laun karla hærri í öllum stéttum

Kynbundinn launamunur mælist 7 prósent hjá félagsmönnum SFR stéttarfélags í almannaþjónustu en 9,9 prósent hjá félagsmönnum í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.

Rándýrum Gruyère-osti fargað

Nokkrum tugum kílóa af svissneskum Gruyère-osti var nýlega fargað. MS ætlaði að flytja ostinn inn og selja í verslunum hér en osturinn er ógerilsneyddur.

Milljarðasamningur Advania

Framkvæmdastjóri hjá Advania segir samninginn hafa mikla þýðingu fyrir gagnaver á Íslandi en Advania hafi lengi barist fyrir slíkum iðnaði hér á landi.

Sérstökum var skipað að ákæra

Sérstakur saksóknari felldi í mars niður mál á hendur Erlendi Magnússyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni, fyrir innherjasvik. Fjármálaeftirlitið kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara, sem felldi ákvörðun sérstaks saksóknara úr gildi í júní og lagði fyrir hann að gefa út ákæru í málinu.

Sparisjóðaskýrslan frestast enn

Rannsóknarnefnd Alþingis um sparisjóðina mun ekki skila skýrslu sinni fyrr en um mánaðamótin nóvember-desember. Þetta kom fram á fundi formanns nefndarinnar, Hrannars Más S. Hafberg, með forsætisnefnd þingsins í síðustu viku.

18% lægri laun hjá ríkinu en á almennum markaði

Laun félaga í SFR eru 18% lægri en laun félagsmanna VR í sambærilegum störfum. Munurinn er enn meiri á milli almenns markaðar og starfsmanna Reykjavíkurborgar. SFR hyggst gera kjarasamninga til skamms tíma.

Hátækniinngrip frá öðru landi

Belgacom, stærsta símafyrirtæki Belgíu, upplýsti í byrjun vikunnar um að brotist hafi verið inn í tölvukerfi þess, að því er virtist í þeim tilgangi að njósna.

Allt í einni töflu

Líkamsræktarfrömuðirnir Arnar Grant og Ívar Guðmundsson hafa sett á markað fjölvítamínin Allt í einni. Tegundirnar eru tvær, önnur hentar konum og hin körlum.

Stækkun fær græna ljósið

Eigendur húseignarinnar við Guðrúnartún 1 í Reykjavík, þar sem ASÍ er til húsa, hafa samþykkt stækkun hússins og eru framkvæmdir þegar farnar í gang.

Nýja stýrikerfið í iPhone kemur á morgun

Eigendur iPhone geta á morgun hlaðið niður nýjustu uppfærslunni af iOS stýrikerfinu, sem nefnist iOS 7. Netverjar segja að breytingin sé sú mesta í sex ára sögu iPhone símans.

Velta í dagvöruverslun að aukast

Velta í dagvöruverslunum hefur aukist um 5,1% milli ágústmánaðar nú og á síðasta ári ef litið er til árstíðarleiðréttra talna á föstu verðlagi.

Metro-maður ákærður fyrir undanskot

Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Jóni Garðari Ögmundssyni fyrir skattsvik í rekstri Lystar ehf., sem var móðurfyrirtæki McDonald's á Íslandi og síðar hamborgarastaðarins Metro.

GTA 5 er dýrasti leikur allra tíma

"Þetta er engin smá smíði, það eru yfir þrjú hundruð tölvufræðingar búnir að vinna að þessum leik síðustu fimm árin,“ segir Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Gamestöðvarinnar. Dýrasti leikur allra tíma, Grand Theft Auto 5, kemur formlega út á morgun.

Launahækkanir mega ekki leiða af sér aukna verðbólgu

Kjarasamningarnir leika mjög stórt hlutverk. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að það sé mikilvægt að launahækkanir vegna kjarasamninga verði ekki þannig að þær leiði af sér aukna verðbólgu.

14 milljarða króna eignasala í uppnámi

Erfiðlega gengur að selja skuldabréf í Magma fyrir tæpa níu milljarða króna. Fjárfestar fengu mánuð til þess að fjármagna kaupin. Eins gengur illa að selja húsnæði Orkuveitunnar. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir afleiðingar ekki alvarlegar.

Erlendum eignum haldið í gíslingu

Fulltrúar kröfuhafa telja að nauðasamningar sem óskað var eftir undanþágu vegna ógni ekki fjármálastöðugleika á Íslandi. Nauðasamningar takmarkaðir og ná aðeins til erlendra eigna. Stjórnvöld hafa ekki svarað erindi þrotabús Glitnis. Lítið gerst í málinu

Steinn Logi hættir hjá Skiptum

Stjórn Skipta hf. og Steinn Logi Björnsson, forstjóri félagsins, hafa komist að samkomulagi að sá síðarnefndi láti af störfum. Hann hefur gegnt starfi forstjóra frá því í apríl árið 2011.

Tveir af hverjum þremur á snjallsíma

Tveir af hverjum þremur á Íslandi eiga snjallsíma eða um 66 prósent. Samsung er ennþá vinsælasti snjallsíminn en iPhone frá Apple sækir í sig veðrið.

Sjá næstu 50 fréttir