Viðskipti innlent

Tveir af hverjum þremur á snjallsíma

Tveir af hverjum þremur á Íslandi eiga snjallsíma eða um 66 prósent. Samsung er ennþá vinsælasti snjallsíminn en iPhone frá Apple sækir í sig veðrið.

Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR á farsímamarkaðnum á Íslandi.

Í október árið 2012 áttu rúmlega helmingur Íslendinga snjallsíma, og í nóvember árið 2011 áttu 38 prósent snjallsíma. Það er því ljóst að mikil aukning er í snjallsímum hér á landi.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust flestir nota farsíma frá Nokia, eða 32,6 prósent.

Hlutdeild Apple (iPhone) á snallsímamarkaði hefur einnig aukist og mælist nú 32,3%, borið samn við 5,6% árið 2010.

Nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×