Viðskipti innlent

Milljarðasamningur Advania

Elimar Hauksson skrifar
Samningurinn Kynntur Bobbi Sonni, framkvæmdastjóri tæknilausna RMS, á kynningarfundi í Hörpu.
Samningurinn Kynntur Bobbi Sonni, framkvæmdastjóri tæknilausna RMS, á kynningarfundi í Hörpu.
Advania hefur gert samning við gagnaver Verne Global á Ásbrú um sölu og uppsetningu á svokölluðu tölvuskýi fyrir bandaríska áhættugreiningarfyrirtækið RMS.

RMS sérhæfir sig í greiningu óhefðbundinna áhættuþátta fjármálafyrirtækja eins og náttúruhamfara, smitsjúkdóma og hryðjuverka. RMS hefur um það bil 70 prósenta markaðshlutdeild á heimsvísu á því sviði.

Gagnaver Verne Global, sem staðsett er á gamla varnarliðssvæðinu á Ásbrú, mun sjá um hýsingu á tölvuskýinu.

Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Advania, segir samninginn hafa mikla þýðingu fyrir gagnaver á Íslandi en Advania hafi lengi barist fyrir slíkum iðnaði hér á landi.

„Þessi samningur er um það bil eins og hálfs milljarðs virði fyrir Advania, bara á þessu ári. Við vorum í harðri samkeppni við erlenda aðila um þennan samning. Þetta var því rosalegur sigur fyrir okkur,“ segir Eyjólfur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×