Eykon í hópi 50 umsækjenda um sérleyfi í lögsögu Noregs Kristján Már Unnarsson skrifar 15. september 2013 13:18 Olíuvinnslupallur í lögsögu Noregs. Nú ætla Íslendingar að freista gæfunnar þar. Eykon Energy er í hópi fimmtíu olíufélaga sem sóttu um sérleyfi í nýjasta útboði á olíusvæðum Norðmanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu olíu- og orkumálaráðuneytis Noregs en umsóknarfrestur rann út þann 11. september. Ráðamenn Eykons höfðu áður skýrt frá því að þeir áformuðu að sækja um þrjú svæði í útboðinu. Útboðið náði til svæða í Norðursjó, Noregshafi og Barentshafi, alls um 103 þúsund ferkílómetra, sem skipt var upp í 377 blokkir. Stefnt er að því að sérleyfunum verði úthlutað í ársbyrjun 2014. Eykon er í félagsskap olíurisa eins og ExxonMobil, Statoil, Shell, Chevron, ConocoPhillips og Total en einnig eru mörg smærri félög í hópi umsækjenda, þeirra á meðal færeysku félögin Atlantic Petroleum og Faroe Petroleum. Ola Borten Moe, olíumálaráðherra Noregs, lýsti á föstudag yfir mikilli ánægju með þennan fjölda umsókna, sem hann sagði endurspegla mikinn áhuga. Eykon sótti um í nafni félags sem skráð er í Noregi, Eykon Energy AS, en starfsemi þess stýrir Norðmaðurinn Terje Hagevang. Vegna umsóknarinnar hefur félagið komið á fót tólf manna starfsstöð í Osló. Helstu eigendur Eykons eru Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður félagsins, Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri, Verkfræðistofan Mannvit og Terje Hagevang. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar tengjast olíuleit í lögsögu annars ríkis. Árið 2006 var Geysir Petroleum aðili að sérleyfum, bæði í lögsögu Danmerkur og Bretlands. Geysir rann síðan inn í Sagex Petroleum, sem síðan rann inn í Valiant Petroleum, sem nú er hluti Ithaca Energy, en það félag er handhafi sérleyfis á Drekasvæðinu íslenska. Tengdar fréttir Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. 11. júní 2013 18:45 Eykon sækir um leitarleyfi í Noregi Íslenskt fyrirtæki undirbýr olíuleit í Noregi. Olíufélagið Eykon hefur sett upp tólf manna starfsstöð í Osló. 19. ágúst 2013 18:54 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Eykon Energy er í hópi fimmtíu olíufélaga sem sóttu um sérleyfi í nýjasta útboði á olíusvæðum Norðmanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu olíu- og orkumálaráðuneytis Noregs en umsóknarfrestur rann út þann 11. september. Ráðamenn Eykons höfðu áður skýrt frá því að þeir áformuðu að sækja um þrjú svæði í útboðinu. Útboðið náði til svæða í Norðursjó, Noregshafi og Barentshafi, alls um 103 þúsund ferkílómetra, sem skipt var upp í 377 blokkir. Stefnt er að því að sérleyfunum verði úthlutað í ársbyrjun 2014. Eykon er í félagsskap olíurisa eins og ExxonMobil, Statoil, Shell, Chevron, ConocoPhillips og Total en einnig eru mörg smærri félög í hópi umsækjenda, þeirra á meðal færeysku félögin Atlantic Petroleum og Faroe Petroleum. Ola Borten Moe, olíumálaráðherra Noregs, lýsti á föstudag yfir mikilli ánægju með þennan fjölda umsókna, sem hann sagði endurspegla mikinn áhuga. Eykon sótti um í nafni félags sem skráð er í Noregi, Eykon Energy AS, en starfsemi þess stýrir Norðmaðurinn Terje Hagevang. Vegna umsóknarinnar hefur félagið komið á fót tólf manna starfsstöð í Osló. Helstu eigendur Eykons eru Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður félagsins, Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri, Verkfræðistofan Mannvit og Terje Hagevang. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar tengjast olíuleit í lögsögu annars ríkis. Árið 2006 var Geysir Petroleum aðili að sérleyfum, bæði í lögsögu Danmerkur og Bretlands. Geysir rann síðan inn í Sagex Petroleum, sem síðan rann inn í Valiant Petroleum, sem nú er hluti Ithaca Energy, en það félag er handhafi sérleyfis á Drekasvæðinu íslenska.
Tengdar fréttir Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. 11. júní 2013 18:45 Eykon sækir um leitarleyfi í Noregi Íslenskt fyrirtæki undirbýr olíuleit í Noregi. Olíufélagið Eykon hefur sett upp tólf manna starfsstöð í Osló. 19. ágúst 2013 18:54 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. 11. júní 2013 18:45
Eykon sækir um leitarleyfi í Noregi Íslenskt fyrirtæki undirbýr olíuleit í Noregi. Olíufélagið Eykon hefur sett upp tólf manna starfsstöð í Osló. 19. ágúst 2013 18:54