Viðskipti innlent

Stækkun fær græna ljósið

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Í Guðrúnartúni 1 hafa aðsetur ASÍ, VIRK starfsendurhæfing og Gildi lífeyrissjóður.
Í Guðrúnartúni 1 hafa aðsetur ASÍ, VIRK starfsendurhæfing og Gildi lífeyrissjóður. Fréttablaðið/Heiða
Eigendur húseignarinnar við Guðrúnartún 1 í Reykjavík hafa samþykkt stækkun hússins og eru framkvæmdir þegar farnar í gang.

Fram kemur á vef Alþýðusambandsins (ASÍ) að heimiluð hafi verið fjögurra hæða viðbygging við norðurenda suðurhúss og viðbótarhæð ofan á norðurhús, auk nokkurra annarra minni háttar breytinga.

„Alls nemur stækkunin um 1.600 fermetrum,“ segir á vef ASÍ, en stækkun hússins er sögð hafa verið í pípunum um nokkurra ára skeið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×