Viðskipti innlent

Laun karla hærri í öllum stéttum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Launin eru hæst á almennum vinnumarkaði.
Fréttablaðið/Stefán
Launin eru hæst á almennum vinnumarkaði. Fréttablaðið/Stefán
Kynbundinn launamunur mælist 7 prósent hjá félagsmönnum SFR stéttarfélags í almannaþjónustu en 9,9 prósent hjá félagsmönnum í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.

Þetta eru niðurstöður launakönnunar á vegum stéttarfélaganna sem gerð var í febrúar og mars síðastliðnum. Samstarf var við VR um gerð launakönnunarinnar, að því er segir í fréttatilkynningu. Hjá VR var kynbundinn launamunur 9,4 prósent.

Heildarlaun karla eru hærri en kvenna í öllum starfstéttum. Munur á heildarlaunum karla og kvenna hjá SFR í fullu starfi er rúmt 21 prósent körlum í hag en um 15 prósent hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og VR. Karlar fá hærri grunnlaun en konur, hærri yfirvinnugreiðslur og oft aðrar greiðslur umfram konur.

Launin er hæst á almennum vinnumarkaði. Félagsmenn VR eru með tæplega 18 prósentum hærri heildarlaun en félagsmenn SFR og 28 prósentum hærri heildarlaun en félagsmenn í Starfsmannafélagi Reykjavíkur að teknu tilliti til mismunandi samsetningar hópanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×