Viðskipti innlent

Arnaldur með 3,3 milljónir á mánuði

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Félag Arnaldar skilaði rúmlega 139 milljón króna hagnaði í fyrra.
Félag Arnaldar skilaði rúmlega 139 milljón króna hagnaði í fyrra. mynd/valli
Glæpasagnahöfundurinn Arnaldur Indriðason fékk 40 milljónir í arð frá Gilhaga ehf., einkahlutafélagi sínu, í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Sé upphæðinni deilt niður á mánuði ársins má sjá að Arnaldur er með 3,3 milljónir á mánuði í arð frá félaginu.

Að sögn Viðskiptablaðsins er heildarupphæðin töluvert hærri en Arnaldur fékk í arð árið 2011, en þá fékk hann samtals fimm milljónir, sem gerir 417 þúsund krónur á mánuði.

Félagið skilaði rúmlega 139 milljón króna hagnaði í fyrra en það er 23 milljónum meiri hagnaður en árinu áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×