Viðskipti innlent

Launahækkanir mega ekki leiða af sér aukna verðbólgu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Þorsteinn  segir að ef okkur auðnist að vinna bug á verðbólgunni munum komum við til með að horfa á meiri hagvöxt og meiri fjölgun starfa.
Þorsteinn segir að ef okkur auðnist að vinna bug á verðbólgunni munum komum við til með að horfa á meiri hagvöxt og meiri fjölgun starfa. mynd/365
„Miklivægt er að skoða hér á landi forsendur fyrir meiri fjárfestingu og meiri hagvexti,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsis (SA). „Það er mikilvægt að við náum tökum á verðbólgunni.“

Hann segir að ef okkur auðnist að vinna bug á verðbólgunni munum komum við til með að horfa á meiri hagvöxt og meiri fjölgun starfa.

Í þessu sambandi leiki kjarasamningarnir mjög stórt hlutverk. Þorsteinn segir að það sé mikilvægt að launahækkanir vegna kjarasamninga verði ekki þannig að þær leiði af sér aukna verðbólgu. Það sé mikilvægt að niðurstaða kjarasamninga verði hófstillt, en ekki síður að ríkisstjórnin vinni í því með aðilum vinnumarkaðarins og  að efnahagsstefna stjórnvalda ýti ekki undir verðbólgu.

Í leiðara nýs fréttablaðs SA fjallar Þorsteinn um málið. Þar segir hann að öflugt atvinnulíf sé grundvöllur góðra lífskjara, jafnt vinnandi fólk sem og lífeyrisþega. Á því byggi kaupmáttur og velferð heimilanna. Fyrirtæki fjárfesti ekki ef þau búi við slæm skilyrði. Það leiðir af sér að störfum fjölgar ekki og smám saman minnkar samkeppnishæfni atvinnulífs og tekjur heimilanna dragist saman.

Í leiðaranum segir hann að fjárfestingar á Íslandi síðustu ár séu minni en um áratuga skeið og mjög lágar í samanburði við samkeppnislöndin. Þar erum við að horfa til hinna norðurlandaþjóðanna og ríkja norður evrópu segir Þorsteinn. Þetta beri því órækt vitni um starfsskilyrði íslenskra fyrirtækja þarf að bæta.

Því séu meginviðfangsefni kjarasamninga framundan að stuðla að bættum starfsskilyrðum atvinnulífsins þannig að það geti vaxið og staðið sig í samkeppni við erlenda keppinauta. Samningsaðilar geti stuðlað að því að störfum fjölgi, verðbólga hjarðni, vextir lækkir og kaupmáttur atvinnutekna heimilanna aukist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×