Viðskipti innlent

Steinn Logi hættir hjá Skiptum

Boði Logason skrifar
Steinn Logi Björnsson
Steinn Logi Björnsson
Stjórn Skipta hf. og Steinn Logi Björnsson, forstjóri félagsins, hafa komist að samkomulagi að sá síðarnefndi láti af störfum. Hann hefur gegnt starfi forstjóra frá því í apríl árið 2011.

Óskar Hauksson, fjármálastjóri Skipta, mun vera staðgengill forstjóra uns nýr forstjóri hefur verið ráðinn.

Í tilkynningu frá Skiptum segir að frá þeim tíma hafi verið unnið að rekstrarlegri og fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins og endurfjármögnun í framhaldinu. Í sumar lauk þeirri vinnu og sé félagið í stakk búið til að takast á við framtíðina.

„Þessi tími hefur verið viðburðaríkur fyrir Skipti. Félagið glímdi við þunga skuldsetningu og mikilvægasta verkefni stjórnar og stjórnenda var að takast á við reksturinn með það að markmiði að ná að endurfjármagna félagið. Í sumar lauk þeirri vinnu og hafa nýir eigendur tekið við félaginu. Við getum öll verið stolt af því hvernig til tókst og ég vil þakka samstarfsfólki fyrir sérlega ánægjulegt samstarf. Nú taka við ný verkefni hjá Skiptum og dótturfélögum og ég óska stjórn og starfsfólki velfarnaðar í þeim verkefnum,“ segir Steinn Logi í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×