Viðskipti innlent

Endurbættur sýningabúnaður í Bíó Paradís

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Hrönn Sveinsdóttir frá Bíó Paradís og Knútur Rúnarsson frá Nýherja.
Hrönn Sveinsdóttir frá Bíó Paradís og Knútur Rúnarsson frá Nýherja. Mynd/Bíó Paradís
Bíó Paradís hefur samið við Nýherja um kaup og innleiðingu á stafrænum NEC sýningarbúnaði fyrir alla þrjá sali kvikmyndahússins. Þá hefur hljóðkerfi í sal 1 verið endurnýjað í takt við nýjustu þarfir.

„Það er ótrúlega mikill gæðamunur á hljóði og mynd í kjölfar þeirra breytinga sem átt hafa sér stað og nú er Bíó Paradís orðið öflugari en nokkru sinni fyrr, hvað varðar gæði og fjölbreytni í dagskrágerð,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar.

„Okkur er ekkert að vanbúnaði enda er Bíó Paradís með pakkaðan vetur af stórkostlegum verðlaunamyndum sem við getum ekki beðið eftir að sýna þeim ört vaxandi fjölda gesta sem sækja kvikmyndahúsið,“ segir Hrönn.

 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.