14 milljarða króna eignasala í uppnámi Valur Grettisson skrifar 14. september 2013 07:00 Ekki hefur gengið að fjármagna kaup á húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur. „Maður er bjartsýnn þar til ástæða er til annars,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, en sala á Magma-skuldabréfinu hefur tafist um mánuð. Það voru Landsbréf sem stóðu að baki kaupunum en til stóð að fjármögnun á kaupum á bréfinu yrði lokið í ágúst. Til stendur að selja bréfið fyrir 8,6 milljarða króna. Það gengur ekki aðeins erfiðlega að selja bréfið, einnig gengur erfiðlega að selja húsnæði Orkuveitunnar. Það er Straumur sem hyggst kaupa húsið en verðið er 5,1 milljarður króna. Búið er að framlengja frestinn til þess að fjármagna kaup á Magma-bréfinu um einn mánuð, samkvæmt Haraldi Flosa. Eins mun vera búið að veita Straumi nokkrar vikur til þess að ganga frá fjármagni á kaupum á húsnæðinu, sem Orkuveitan hyggst leigja af kaupandanum, gangi viðskiptin eftir. Það er þó ljóst að gangi kaupin ekki eftir muni það setja strik í efnahagsreikning Orkuveitunnar, enda tilgangurinn með sölunum að bæta lausafjárstöðuna, en samanlagt er um 13,7 milljarðar að ræða. „Það eru engir stórkostlega alvarlegir fylgisfiskar sem fylgja því ef þetta gengur ekki upp,“ segir Haraldur Flosi en sjóðsstaða Orkuveitunnar er betri en búist var við. „Það er þó æskilegt að gengið verði frá þessu hið fyrsta,“ segir Haraldur Flosi. Aðspurður hvernig Orkuveitan hyggst bregðast við, gangi viðskiptin ekki eftir, svarar hann: „Það eru þá viðfangsefni sem þarf að takast á við.“ Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram fyrirspurnir á síðasta stjórnarfundi Orkuveitunnar þar sem hann spurði hvernig staðan væri í þessum málum. „Maður veltir því fyrir sér hvort það hafi ekki verið nægilega vönduð vinna að baki þessu,“ segir hann. Hann segir Orkuveituna þó hafa unnið góða vinnu í því að bæta aðgengi fyrirtækisins að fjármagni, „og vonandi hefur þetta ekki áhrif á það,“ bætir Kjartan við. Straumur og Landsbréf safna féÞað er fyrirtækið Landsbréf hf. sem leitar fjárfesta til þess að fjármagna kaup á Magma-skuldabréfinu. Skuldabréfið var upphaflega hluti greiðslu fyrir hlut OR í HS Orku. Á bak við skuldabréfið stendur veð í hlutabréfum í HS Orku. Kaupverðið er 8,6 milljarðar króna. Stjórn Orkuveitunnar samþykkti í janúar að selja höfuðstöðvar OR fyrir 5,1 milljarð króna og verður hagnaður OR um 600 milljónir króna gangi viðskiptin eftir. Straumur fjárfestingabanki gerði tilboðið fyrir hönd óstofnaðs félags með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og endanlega fjármögnun. Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Neytendur eigi meira inni Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
„Maður er bjartsýnn þar til ástæða er til annars,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, en sala á Magma-skuldabréfinu hefur tafist um mánuð. Það voru Landsbréf sem stóðu að baki kaupunum en til stóð að fjármögnun á kaupum á bréfinu yrði lokið í ágúst. Til stendur að selja bréfið fyrir 8,6 milljarða króna. Það gengur ekki aðeins erfiðlega að selja bréfið, einnig gengur erfiðlega að selja húsnæði Orkuveitunnar. Það er Straumur sem hyggst kaupa húsið en verðið er 5,1 milljarður króna. Búið er að framlengja frestinn til þess að fjármagna kaup á Magma-bréfinu um einn mánuð, samkvæmt Haraldi Flosa. Eins mun vera búið að veita Straumi nokkrar vikur til þess að ganga frá fjármagni á kaupum á húsnæðinu, sem Orkuveitan hyggst leigja af kaupandanum, gangi viðskiptin eftir. Það er þó ljóst að gangi kaupin ekki eftir muni það setja strik í efnahagsreikning Orkuveitunnar, enda tilgangurinn með sölunum að bæta lausafjárstöðuna, en samanlagt er um 13,7 milljarðar að ræða. „Það eru engir stórkostlega alvarlegir fylgisfiskar sem fylgja því ef þetta gengur ekki upp,“ segir Haraldur Flosi en sjóðsstaða Orkuveitunnar er betri en búist var við. „Það er þó æskilegt að gengið verði frá þessu hið fyrsta,“ segir Haraldur Flosi. Aðspurður hvernig Orkuveitan hyggst bregðast við, gangi viðskiptin ekki eftir, svarar hann: „Það eru þá viðfangsefni sem þarf að takast á við.“ Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram fyrirspurnir á síðasta stjórnarfundi Orkuveitunnar þar sem hann spurði hvernig staðan væri í þessum málum. „Maður veltir því fyrir sér hvort það hafi ekki verið nægilega vönduð vinna að baki þessu,“ segir hann. Hann segir Orkuveituna þó hafa unnið góða vinnu í því að bæta aðgengi fyrirtækisins að fjármagni, „og vonandi hefur þetta ekki áhrif á það,“ bætir Kjartan við. Straumur og Landsbréf safna féÞað er fyrirtækið Landsbréf hf. sem leitar fjárfesta til þess að fjármagna kaup á Magma-skuldabréfinu. Skuldabréfið var upphaflega hluti greiðslu fyrir hlut OR í HS Orku. Á bak við skuldabréfið stendur veð í hlutabréfum í HS Orku. Kaupverðið er 8,6 milljarðar króna. Stjórn Orkuveitunnar samþykkti í janúar að selja höfuðstöðvar OR fyrir 5,1 milljarð króna og verður hagnaður OR um 600 milljónir króna gangi viðskiptin eftir. Straumur fjárfestingabanki gerði tilboðið fyrir hönd óstofnaðs félags með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og endanlega fjármögnun.
Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Neytendur eigi meira inni Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira