14 milljarða króna eignasala í uppnámi Valur Grettisson skrifar 14. september 2013 07:00 Ekki hefur gengið að fjármagna kaup á húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur. „Maður er bjartsýnn þar til ástæða er til annars,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, en sala á Magma-skuldabréfinu hefur tafist um mánuð. Það voru Landsbréf sem stóðu að baki kaupunum en til stóð að fjármögnun á kaupum á bréfinu yrði lokið í ágúst. Til stendur að selja bréfið fyrir 8,6 milljarða króna. Það gengur ekki aðeins erfiðlega að selja bréfið, einnig gengur erfiðlega að selja húsnæði Orkuveitunnar. Það er Straumur sem hyggst kaupa húsið en verðið er 5,1 milljarður króna. Búið er að framlengja frestinn til þess að fjármagna kaup á Magma-bréfinu um einn mánuð, samkvæmt Haraldi Flosa. Eins mun vera búið að veita Straumi nokkrar vikur til þess að ganga frá fjármagni á kaupum á húsnæðinu, sem Orkuveitan hyggst leigja af kaupandanum, gangi viðskiptin eftir. Það er þó ljóst að gangi kaupin ekki eftir muni það setja strik í efnahagsreikning Orkuveitunnar, enda tilgangurinn með sölunum að bæta lausafjárstöðuna, en samanlagt er um 13,7 milljarðar að ræða. „Það eru engir stórkostlega alvarlegir fylgisfiskar sem fylgja því ef þetta gengur ekki upp,“ segir Haraldur Flosi en sjóðsstaða Orkuveitunnar er betri en búist var við. „Það er þó æskilegt að gengið verði frá þessu hið fyrsta,“ segir Haraldur Flosi. Aðspurður hvernig Orkuveitan hyggst bregðast við, gangi viðskiptin ekki eftir, svarar hann: „Það eru þá viðfangsefni sem þarf að takast á við.“ Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram fyrirspurnir á síðasta stjórnarfundi Orkuveitunnar þar sem hann spurði hvernig staðan væri í þessum málum. „Maður veltir því fyrir sér hvort það hafi ekki verið nægilega vönduð vinna að baki þessu,“ segir hann. Hann segir Orkuveituna þó hafa unnið góða vinnu í því að bæta aðgengi fyrirtækisins að fjármagni, „og vonandi hefur þetta ekki áhrif á það,“ bætir Kjartan við. Straumur og Landsbréf safna féÞað er fyrirtækið Landsbréf hf. sem leitar fjárfesta til þess að fjármagna kaup á Magma-skuldabréfinu. Skuldabréfið var upphaflega hluti greiðslu fyrir hlut OR í HS Orku. Á bak við skuldabréfið stendur veð í hlutabréfum í HS Orku. Kaupverðið er 8,6 milljarðar króna. Stjórn Orkuveitunnar samþykkti í janúar að selja höfuðstöðvar OR fyrir 5,1 milljarð króna og verður hagnaður OR um 600 milljónir króna gangi viðskiptin eftir. Straumur fjárfestingabanki gerði tilboðið fyrir hönd óstofnaðs félags með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og endanlega fjármögnun. Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
„Maður er bjartsýnn þar til ástæða er til annars,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, en sala á Magma-skuldabréfinu hefur tafist um mánuð. Það voru Landsbréf sem stóðu að baki kaupunum en til stóð að fjármögnun á kaupum á bréfinu yrði lokið í ágúst. Til stendur að selja bréfið fyrir 8,6 milljarða króna. Það gengur ekki aðeins erfiðlega að selja bréfið, einnig gengur erfiðlega að selja húsnæði Orkuveitunnar. Það er Straumur sem hyggst kaupa húsið en verðið er 5,1 milljarður króna. Búið er að framlengja frestinn til þess að fjármagna kaup á Magma-bréfinu um einn mánuð, samkvæmt Haraldi Flosa. Eins mun vera búið að veita Straumi nokkrar vikur til þess að ganga frá fjármagni á kaupum á húsnæðinu, sem Orkuveitan hyggst leigja af kaupandanum, gangi viðskiptin eftir. Það er þó ljóst að gangi kaupin ekki eftir muni það setja strik í efnahagsreikning Orkuveitunnar, enda tilgangurinn með sölunum að bæta lausafjárstöðuna, en samanlagt er um 13,7 milljarðar að ræða. „Það eru engir stórkostlega alvarlegir fylgisfiskar sem fylgja því ef þetta gengur ekki upp,“ segir Haraldur Flosi en sjóðsstaða Orkuveitunnar er betri en búist var við. „Það er þó æskilegt að gengið verði frá þessu hið fyrsta,“ segir Haraldur Flosi. Aðspurður hvernig Orkuveitan hyggst bregðast við, gangi viðskiptin ekki eftir, svarar hann: „Það eru þá viðfangsefni sem þarf að takast á við.“ Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram fyrirspurnir á síðasta stjórnarfundi Orkuveitunnar þar sem hann spurði hvernig staðan væri í þessum málum. „Maður veltir því fyrir sér hvort það hafi ekki verið nægilega vönduð vinna að baki þessu,“ segir hann. Hann segir Orkuveituna þó hafa unnið góða vinnu í því að bæta aðgengi fyrirtækisins að fjármagni, „og vonandi hefur þetta ekki áhrif á það,“ bætir Kjartan við. Straumur og Landsbréf safna féÞað er fyrirtækið Landsbréf hf. sem leitar fjárfesta til þess að fjármagna kaup á Magma-skuldabréfinu. Skuldabréfið var upphaflega hluti greiðslu fyrir hlut OR í HS Orku. Á bak við skuldabréfið stendur veð í hlutabréfum í HS Orku. Kaupverðið er 8,6 milljarðar króna. Stjórn Orkuveitunnar samþykkti í janúar að selja höfuðstöðvar OR fyrir 5,1 milljarð króna og verður hagnaður OR um 600 milljónir króna gangi viðskiptin eftir. Straumur fjárfestingabanki gerði tilboðið fyrir hönd óstofnaðs félags með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og endanlega fjármögnun.
Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira