Viðskipti bankastarfsmanna með hlutabréf talin orka tvímælis Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. september 2013 19:30 Starfsmenn bankanna hafa í nokkrum mæli tekið þátt í hlutabréfaútboðum með bréf í fyrirtækjum sem þessir sömu bankar hafa annast skráningu á. Þetta þykir orka tvímælis. Misjafnar reglur gilda hjá bönkunum um þetta. Mikil hækkun nýskráðra félaga í Kauphöll Íslands síðustu mánuði hefur vakið upp spurningar og þá hafa ýmis atvik, eins og mistök í skráningarlýsingum og viðskipti starfsmanna með hlutabréf bankanna að mati sumra rýrt trúverðugleika vaxtar hlutabréfamarkaðarins.Starfsmenn fjármálafyrirtækjanna „víla og díla“ Ummæli Andra Guðmundssonar, framkvæmdastjóri HF verðbréfa, í viðtali við Viðskiptablaðið í vikunni hafa vakið mikla athygli, en orðrétt sagði Andri: „Þau (hlutafjárútboðin) hafa ekkert endilega verið til þess að auka trúverðugleika á markaðnum. (...) Það hefur vantað upp á trúverðugleika að einhverju leyti í þessum útboðum. Þau hafa gengið mis vel. Umframeftirspurn, grunur um markaðsmisnotkun og ég veit ekki hvað og hvað. Þannig að mér hefur ekki fundist það hafa gengið neitt sérstaklega vel. Ekki nóg með að bankarnir séu að eiga þessi fyrirtæki, lána þessum fyrirtækjum og kaupa fyrirtækin að einhverju leyti, eða aðilar á þeirra vegum, þá eru starfsmenn bankanna einnig að fjárfesta og taka þátt í þessum útboðum. Það finnst mér vera eitthvað sem við hefðum átt að læra af reynslunni 2008 að starfsmenn fjármálafyrirtækjanna séu ekki sjálfir að víla og díla með sinn persónulega fjárhag,“ sagði Andri. Eiga að vera tæmandi upplýsingar en leikurinn er ójafn Skráningarlýsingar félaga í kauphöllinni við upphaf skráningar eiga að vera tæmandi upplýsingar um félagið. Þ.e þar á ekki að vanta neinar upplýsingar sem eru verðmyndandi, en hugsunin er að allir sitji við sama borð við skráningu. „Lýsingin á að innihalda allar verðmótandi upplýsingar. Þannig að það eiga ekki að vera neinar verðmyndandi upplýsingar annars staðar,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands. En þá er spurningin, hvað með aðrar upplýsingar eins og óáþreifanlegar upplýsingar um væntingar fjárfesta og upplýsingar sem snúa að eftirspurnarhlið? Þessar upplýsingar koma ekki fram í skráningarlýsingum en starfsmenn fjármálafyrirtækja hafa aðgang að þeim. Samstarfsmenn tala saman og þar fram eftir götunum. Páll Harðarson baðst undan viðtali við Stöð 2 vegna málsins í dag, en sagði að þetta væri ekki alveg „klippt og skorið.“ Hann sagði að þetta hefði margsinnis verið rætt innanhúss hjá starfsmönnum Kauphallarinnar. Fréttastofan óskaði eftir upplýsingum frá bönkunum um hvaða reglur gilda um hlutabréfaviðskipti starfsmanna. Í flestum tilvikum er starfsmönnum heimilt að taka þátt í útboðum jafnvel þótt viðkomandi fjármálafyrirtæki sjái um skráningu félagsins, en á því eru takmarkanir.Starfsmenn eignastýringar mega kaupa Hjá Íslandsbanka er starfsmönnum í verðbréfamiðlun, fyrirtækjaráðgjöf og viðeigandi stjórnendum óheimilt að taka þátt í útboðum þegar bankinn er umsjónaraðili auk þess sem framkvæmdastjórum, yfirlögfræðingi, innri endurskoðanda og regluverði er einnig óheimilt að taka þátt þegar svo háttar. Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að eignastýring bankans, VÍB, taki þátt en það eru starfsmennirnir sem eru í samskiptum við alla viðskiptavinina. Þeir mega hins vegar aðeins taka þátt á fyrstu þremur klukkustundum eftir skráningu og þurfa að tilkynna um viðskiptin fyrirfram og fá samþykki hjá regluverði bankans. Hjá Landsbankanum er þetta ákveðið sérstaklega í útboðslýsingu og þurfa tilboð að berast við upphaf skráningar. Ákveðnum hópi starfsmanna er meinað að taka þátt m.a. þeim sem koma að framkvæmd útboða. Hjá Arion banka er starfsmönnum heimilt að taka þátt í hlutafjárútboðum, þar með töldum útboðum sem bankinn hefur umsjón með, en þeir þurfa að bera fyrirhuguð verðbréfaviðskipti undir regluvörð bankans. Að framansögðu virtu er ljóst að ekki gilda alveg sömu reglurnar milli bankanna um þetta. Til að undistrika hversu sérstakt ástand er á hlutabréfamarkaði um þessar mundir er útboð Sjóvár sem er á næsta leyti. Í því tilviki er Íslandsbanki að selja stóran hlut í fyrirtækinu, en sér einnig um skráningarlýsingu bréfanna og sölu þeirra. Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Starfsmenn bankanna hafa í nokkrum mæli tekið þátt í hlutabréfaútboðum með bréf í fyrirtækjum sem þessir sömu bankar hafa annast skráningu á. Þetta þykir orka tvímælis. Misjafnar reglur gilda hjá bönkunum um þetta. Mikil hækkun nýskráðra félaga í Kauphöll Íslands síðustu mánuði hefur vakið upp spurningar og þá hafa ýmis atvik, eins og mistök í skráningarlýsingum og viðskipti starfsmanna með hlutabréf bankanna að mati sumra rýrt trúverðugleika vaxtar hlutabréfamarkaðarins.Starfsmenn fjármálafyrirtækjanna „víla og díla“ Ummæli Andra Guðmundssonar, framkvæmdastjóri HF verðbréfa, í viðtali við Viðskiptablaðið í vikunni hafa vakið mikla athygli, en orðrétt sagði Andri: „Þau (hlutafjárútboðin) hafa ekkert endilega verið til þess að auka trúverðugleika á markaðnum. (...) Það hefur vantað upp á trúverðugleika að einhverju leyti í þessum útboðum. Þau hafa gengið mis vel. Umframeftirspurn, grunur um markaðsmisnotkun og ég veit ekki hvað og hvað. Þannig að mér hefur ekki fundist það hafa gengið neitt sérstaklega vel. Ekki nóg með að bankarnir séu að eiga þessi fyrirtæki, lána þessum fyrirtækjum og kaupa fyrirtækin að einhverju leyti, eða aðilar á þeirra vegum, þá eru starfsmenn bankanna einnig að fjárfesta og taka þátt í þessum útboðum. Það finnst mér vera eitthvað sem við hefðum átt að læra af reynslunni 2008 að starfsmenn fjármálafyrirtækjanna séu ekki sjálfir að víla og díla með sinn persónulega fjárhag,“ sagði Andri. Eiga að vera tæmandi upplýsingar en leikurinn er ójafn Skráningarlýsingar félaga í kauphöllinni við upphaf skráningar eiga að vera tæmandi upplýsingar um félagið. Þ.e þar á ekki að vanta neinar upplýsingar sem eru verðmyndandi, en hugsunin er að allir sitji við sama borð við skráningu. „Lýsingin á að innihalda allar verðmótandi upplýsingar. Þannig að það eiga ekki að vera neinar verðmyndandi upplýsingar annars staðar,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands. En þá er spurningin, hvað með aðrar upplýsingar eins og óáþreifanlegar upplýsingar um væntingar fjárfesta og upplýsingar sem snúa að eftirspurnarhlið? Þessar upplýsingar koma ekki fram í skráningarlýsingum en starfsmenn fjármálafyrirtækja hafa aðgang að þeim. Samstarfsmenn tala saman og þar fram eftir götunum. Páll Harðarson baðst undan viðtali við Stöð 2 vegna málsins í dag, en sagði að þetta væri ekki alveg „klippt og skorið.“ Hann sagði að þetta hefði margsinnis verið rætt innanhúss hjá starfsmönnum Kauphallarinnar. Fréttastofan óskaði eftir upplýsingum frá bönkunum um hvaða reglur gilda um hlutabréfaviðskipti starfsmanna. Í flestum tilvikum er starfsmönnum heimilt að taka þátt í útboðum jafnvel þótt viðkomandi fjármálafyrirtæki sjái um skráningu félagsins, en á því eru takmarkanir.Starfsmenn eignastýringar mega kaupa Hjá Íslandsbanka er starfsmönnum í verðbréfamiðlun, fyrirtækjaráðgjöf og viðeigandi stjórnendum óheimilt að taka þátt í útboðum þegar bankinn er umsjónaraðili auk þess sem framkvæmdastjórum, yfirlögfræðingi, innri endurskoðanda og regluverði er einnig óheimilt að taka þátt þegar svo háttar. Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að eignastýring bankans, VÍB, taki þátt en það eru starfsmennirnir sem eru í samskiptum við alla viðskiptavinina. Þeir mega hins vegar aðeins taka þátt á fyrstu þremur klukkustundum eftir skráningu og þurfa að tilkynna um viðskiptin fyrirfram og fá samþykki hjá regluverði bankans. Hjá Landsbankanum er þetta ákveðið sérstaklega í útboðslýsingu og þurfa tilboð að berast við upphaf skráningar. Ákveðnum hópi starfsmanna er meinað að taka þátt m.a. þeim sem koma að framkvæmd útboða. Hjá Arion banka er starfsmönnum heimilt að taka þátt í hlutafjárútboðum, þar með töldum útboðum sem bankinn hefur umsjón með, en þeir þurfa að bera fyrirhuguð verðbréfaviðskipti undir regluvörð bankans. Að framansögðu virtu er ljóst að ekki gilda alveg sömu reglurnar milli bankanna um þetta. Til að undistrika hversu sérstakt ástand er á hlutabréfamarkaði um þessar mundir er útboð Sjóvár sem er á næsta leyti. Í því tilviki er Íslandsbanki að selja stóran hlut í fyrirtækinu, en sér einnig um skráningarlýsingu bréfanna og sölu þeirra.
Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira