Viðskipti innlent

Afkoma sjávarútvegsfyrirtækja batnar milli ára

Haraldur Guðmundsson skrifar
Verðmæti útfluttra sjávarafurða nam tæpum 269 milljörðum króna árið 2012 og jókst um tæp sjö prósent frá árinu 2011.
Verðmæti útfluttra sjávarafurða nam tæpum 269 milljörðum króna árið 2012 og jókst um tæp sjö prósent frá árinu 2011.
Lágt gengi krónunnar og hagfellt afurðaverð hafa haft jákvæð áhrif á rekstrarafkomu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, en rekstur þeirra hefur gengið vel síðustu ár.

Tölur fyrir árið 2011 sýni að framlegð (EBITDA), hagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, jókst um 26 prósent frá fyrra ári og hefur aldrei verið hærri. Framlegð sjávarútvegsins í heild það árið var um 80 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg.

Íslandsbanki áætlar að afkoma greinarinnar árið 2012 hafi verið ívið betri en árið 2011 og segir líkur á að árið 2013 skili samsvarandi niðurstöðu.

Verðmæti útfluttra sjávarafurða nam tæpum 269 milljörðum króna árið 2012 og jókst um tæp sjö prósent frá árinu 2011. Útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur aukist um 57 prósent frá árinu 2008.

Íslenskur sjávarútvegur var með um 11,5 prósenta beint framlag til vergrar landsframleiðslu árið 2012 og hefur það farið vaxandi síðustu fimm ár. Sjávarútvegsfyrirtæki greiða um sjö milljarða króna í sérstakt veiðigjald fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 og greiddu níu milljarða í tekjuskatt á rekstrarárinu 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×