Gogogic hættir rekstri - „Við reyndum“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 19. september 2013 16:30 Jónas Björgvin Antonsson er einn af stofnendum Gogogic. Tölvuleikjafyrirtækið Gogogic hætti rekstri um síðustu mánaðarmót. Fyrirtækið hannaði marga leiki og á tímabili voru um 60 til 70 þúsund manns að spila leiki frá fyrirtækinu í hverjum mánuði. Vikings of Thule var fyrsti stóri leikur fyrirtækisins. Jónas Björgvin Antonsson stofnaði Gogogic ásamt þremur öðrum árið 2006. Að sögn hans fór félagið ekki í þrot og það er unnið að því að selja hugverkaréttindi, búnað og önnur verðmæti. Hann segir að rekstrarstöðvunin hafi verið fyrirfram ákveðin og gætt að því að engin vanskil væru tengd rekstrinum. „Það mætti segja að þetta væri í rauninni svokallað "successful failure". Það er ekki sjálfgefið að svona mikil samheldni og vinátta haldi, þegar eitthvað bjátar á,“ segir Jónas. Hann segist vera vonsvikinn með að þetta hafi ekki gengið og hann hefði gjarnan viljað launa öllum þeim sem lögðu honum og þeim lið og trúðu á þetta. „Flestir ráðlögðu okkur frá því að stofna til rekstrar á þessum tíma þegar uppgangurinn var hvað mestur. Og ég er ekki viss um að við hefðum hætt okkur út í þetta ef við hefðum vitað að tveimur árum síðar værum við staddir með lítið sprotafyrirtæki í brjáluðum bransa í algjöru efnahagshruni með gjaldeyrishöftum,“ segir hann. Hann segir að það hafi fyrst og fremst verið ástríða sem hafi drifið fyrirtækið áfram og afkoma þess hafi verið með ágætum á árunum fyrir hrun. „Við reyndum þetta en þetta fór ekki eins og við vonuðumst til, þannig er lífið bara stundum og þá reynir maður bara aftur.“Hrunið var erfitt Þegar mest var störfuðu yfir 40 manns hjá félaginu að sögn Jónasar. Hann hætti störfum hjá félaginu síðasta haust og segir framtíðina óráðna. Hann segir hrunið hafa verið sér erfitt, bæði persónulega og varðandi rekstur félagsins. Hann hafi því ákveðið að skipta um umhverfi og býr um þessar mundir í Svíþjóð þar sem konan hans starfar hjá Stardoll. „Við vorum með fyrstu leikjafyrirtækjunum, eftir að CCP náði fótfestu. Við stóðum að því að stofna Icelandic Games Industry, félag tölvuleikjaframleiðanda, ásamt CCP, Betware og fleirum,“ segir Jónas. „Það hefur aðstoðað þá sem hafa viljað fara af stað með sín eigin fyrirtæki og sínar eigin hugmyndir. Það hefur tengt grasrótina við fyrirtækin sjálf. Það hefur stutt við og aðstoðað skóla í að tengja tölvuleiki og gerð þeirra við kennslu. Ég er afar stoltur af því að hafa átt þátt í að koma þessum samtökum á koppinn og það vill svo til að ég er fráfarandi formaður samtakanna, á þessu ári,“ segir hann. Tengdar fréttir Frumtak fjárfestir í Gogogic Frumtak hefur fest kaup á hlut í Gogogic ehf sem var stofnað árið 2006 til að þróa tölvuleiki. Gogogic sérhæfir sig í frumlegri leikjahönnun, gerð smærri tölvuleikja og framleiðslu margmiðlunarefnis fyrir vefinn. Einnig sinnir fyrirtækið hugmyndasmíði og markaðsmálum fyrir viðskiptavini sína. Kaupin nema alls 150 milljónum króna. 29. mars 2010 15:01 Guðir og vættir takast á í nýjum íslenskum tölvuleik Nýr íslenskur tölvuleikur sem byggir að hluta á norrænu goðafræðinni er í burðarliðnum. Ef vel gengur búast framleiðendur hans við að milljónir manna um allan heim muni spila hann í nánustu framtíð. 2. júlí 2012 20:15 Íslenskur tölvuleikur hlaut norrænan styrk Átta ný verkefni sem tengjast þróun tölvuleikja hlutu styrk í síðustu umferð styrkveitinga úr Norrænu tölvuleikjaáætluninni. Þeirra á meðal er "Vikings of Thule", sem er þróað af Gogogic ehf. á Íslandi fyrir PC. Hlýtur verkefnið 400.000 danskar kr. í styrk eða sem svarar til um 8 milljónum kr.. 16. desember 2008 11:18 Þúsundir spila víkingaleik „Leikurinn hefur gengið frábærlega vel. En það er auðvitað verk að vinna,“ segir Jón Heiðar Þorsteinsson, markaðsstjóri tölvuleikjafyrirtækisins Gogogic, sem á og rekur netleikinn Vikings of Thule. Rúmlega 133 þúsund manns spila orðið leikinn í hverjum mánuði. 6. október 2010 06:00 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Tölvuleikjafyrirtækið Gogogic hætti rekstri um síðustu mánaðarmót. Fyrirtækið hannaði marga leiki og á tímabili voru um 60 til 70 þúsund manns að spila leiki frá fyrirtækinu í hverjum mánuði. Vikings of Thule var fyrsti stóri leikur fyrirtækisins. Jónas Björgvin Antonsson stofnaði Gogogic ásamt þremur öðrum árið 2006. Að sögn hans fór félagið ekki í þrot og það er unnið að því að selja hugverkaréttindi, búnað og önnur verðmæti. Hann segir að rekstrarstöðvunin hafi verið fyrirfram ákveðin og gætt að því að engin vanskil væru tengd rekstrinum. „Það mætti segja að þetta væri í rauninni svokallað "successful failure". Það er ekki sjálfgefið að svona mikil samheldni og vinátta haldi, þegar eitthvað bjátar á,“ segir Jónas. Hann segist vera vonsvikinn með að þetta hafi ekki gengið og hann hefði gjarnan viljað launa öllum þeim sem lögðu honum og þeim lið og trúðu á þetta. „Flestir ráðlögðu okkur frá því að stofna til rekstrar á þessum tíma þegar uppgangurinn var hvað mestur. Og ég er ekki viss um að við hefðum hætt okkur út í þetta ef við hefðum vitað að tveimur árum síðar værum við staddir með lítið sprotafyrirtæki í brjáluðum bransa í algjöru efnahagshruni með gjaldeyrishöftum,“ segir hann. Hann segir að það hafi fyrst og fremst verið ástríða sem hafi drifið fyrirtækið áfram og afkoma þess hafi verið með ágætum á árunum fyrir hrun. „Við reyndum þetta en þetta fór ekki eins og við vonuðumst til, þannig er lífið bara stundum og þá reynir maður bara aftur.“Hrunið var erfitt Þegar mest var störfuðu yfir 40 manns hjá félaginu að sögn Jónasar. Hann hætti störfum hjá félaginu síðasta haust og segir framtíðina óráðna. Hann segir hrunið hafa verið sér erfitt, bæði persónulega og varðandi rekstur félagsins. Hann hafi því ákveðið að skipta um umhverfi og býr um þessar mundir í Svíþjóð þar sem konan hans starfar hjá Stardoll. „Við vorum með fyrstu leikjafyrirtækjunum, eftir að CCP náði fótfestu. Við stóðum að því að stofna Icelandic Games Industry, félag tölvuleikjaframleiðanda, ásamt CCP, Betware og fleirum,“ segir Jónas. „Það hefur aðstoðað þá sem hafa viljað fara af stað með sín eigin fyrirtæki og sínar eigin hugmyndir. Það hefur tengt grasrótina við fyrirtækin sjálf. Það hefur stutt við og aðstoðað skóla í að tengja tölvuleiki og gerð þeirra við kennslu. Ég er afar stoltur af því að hafa átt þátt í að koma þessum samtökum á koppinn og það vill svo til að ég er fráfarandi formaður samtakanna, á þessu ári,“ segir hann.
Tengdar fréttir Frumtak fjárfestir í Gogogic Frumtak hefur fest kaup á hlut í Gogogic ehf sem var stofnað árið 2006 til að þróa tölvuleiki. Gogogic sérhæfir sig í frumlegri leikjahönnun, gerð smærri tölvuleikja og framleiðslu margmiðlunarefnis fyrir vefinn. Einnig sinnir fyrirtækið hugmyndasmíði og markaðsmálum fyrir viðskiptavini sína. Kaupin nema alls 150 milljónum króna. 29. mars 2010 15:01 Guðir og vættir takast á í nýjum íslenskum tölvuleik Nýr íslenskur tölvuleikur sem byggir að hluta á norrænu goðafræðinni er í burðarliðnum. Ef vel gengur búast framleiðendur hans við að milljónir manna um allan heim muni spila hann í nánustu framtíð. 2. júlí 2012 20:15 Íslenskur tölvuleikur hlaut norrænan styrk Átta ný verkefni sem tengjast þróun tölvuleikja hlutu styrk í síðustu umferð styrkveitinga úr Norrænu tölvuleikjaáætluninni. Þeirra á meðal er "Vikings of Thule", sem er þróað af Gogogic ehf. á Íslandi fyrir PC. Hlýtur verkefnið 400.000 danskar kr. í styrk eða sem svarar til um 8 milljónum kr.. 16. desember 2008 11:18 Þúsundir spila víkingaleik „Leikurinn hefur gengið frábærlega vel. En það er auðvitað verk að vinna,“ segir Jón Heiðar Þorsteinsson, markaðsstjóri tölvuleikjafyrirtækisins Gogogic, sem á og rekur netleikinn Vikings of Thule. Rúmlega 133 þúsund manns spila orðið leikinn í hverjum mánuði. 6. október 2010 06:00 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Frumtak fjárfestir í Gogogic Frumtak hefur fest kaup á hlut í Gogogic ehf sem var stofnað árið 2006 til að þróa tölvuleiki. Gogogic sérhæfir sig í frumlegri leikjahönnun, gerð smærri tölvuleikja og framleiðslu margmiðlunarefnis fyrir vefinn. Einnig sinnir fyrirtækið hugmyndasmíði og markaðsmálum fyrir viðskiptavini sína. Kaupin nema alls 150 milljónum króna. 29. mars 2010 15:01
Guðir og vættir takast á í nýjum íslenskum tölvuleik Nýr íslenskur tölvuleikur sem byggir að hluta á norrænu goðafræðinni er í burðarliðnum. Ef vel gengur búast framleiðendur hans við að milljónir manna um allan heim muni spila hann í nánustu framtíð. 2. júlí 2012 20:15
Íslenskur tölvuleikur hlaut norrænan styrk Átta ný verkefni sem tengjast þróun tölvuleikja hlutu styrk í síðustu umferð styrkveitinga úr Norrænu tölvuleikjaáætluninni. Þeirra á meðal er "Vikings of Thule", sem er þróað af Gogogic ehf. á Íslandi fyrir PC. Hlýtur verkefnið 400.000 danskar kr. í styrk eða sem svarar til um 8 milljónum kr.. 16. desember 2008 11:18
Þúsundir spila víkingaleik „Leikurinn hefur gengið frábærlega vel. En það er auðvitað verk að vinna,“ segir Jón Heiðar Þorsteinsson, markaðsstjóri tölvuleikjafyrirtækisins Gogogic, sem á og rekur netleikinn Vikings of Thule. Rúmlega 133 þúsund manns spila orðið leikinn í hverjum mánuði. 6. október 2010 06:00