Fleiri fréttir

Lífeyrissjóðir í opinberri ábyrgð tifandi tímasprengja

Neikvæð staða lífeyrissjóðanna, sem eru með opinberri ábyrgð, er eins og tifandi tímasprengja fyrir ríkissjóð. Lífeyrisgreiðslur til þeirra sem eiga rétt í lífeyrissjóðum, þar sem engin opinber ábyrgð er, hafa verið skertar um 130 milljarða króna frá hruni, á meðan lífeyrir flestra opinberra starfsmanna hefur ekkert skerst.

Daimond: Ég er sorgmæddur, vonsvikinn og reiður

"Ég er sorgmæddur, vonsvikinn og reiður yfir því sem gerðist,“ sagði Bob Diamond, sem sagði upp störfum í gær sem forstjóri Barclays, frammi fyrir breskri þingnefnd í dag sem spurði hann ítarlega út í það hvernig stóð á því að bankinn falsaði vaxtakjör sín haustið 2008 með lögbrotum sem falla undir markaðsmisnotkun. Sérstaklega sagði hann að honum liði illa yfir upplýsingum um það, að miðlarar bankans hefðu rætt um það sín á milli að skála í kampavíni ef þeim tækist "vel upp“ í því að ná niður vöxtum bankans.

Ríkið þarf að endurheimta aðstoð frá Verne

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að biðja íslenska ríkið um að endurheimta ríkisaðstoð að andvirði 220 milljónir króna frá Verne gagnaveri. Jafnframt var komist að niðurstöðu um að orkukaupasamningur og lóðaleigusamningur Verne við Landsvirkjun fælu ekki í sér ríkisaðstoð.

Thor Data Center tapaði 180 milljónum

Thor Data Center, sem á og rekur gagnaver í Hafnarfirði, tapaði 180,2 milljónum króna í fyrra. Það er heldur meira en fyrirtækið tapaði á árinu 2010 þegar tapið nam 145,9 milljónum. Þetta kemur fram í ársreikningi Thor Data Center sem skilað var inn til ársreikningaskráar í lok maí síðastliðins.

Seðlabanki þarf ekki að upplýsa um virðið

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni Markaðarins um upplýsingar um hvert bókfært virði seljendaláns bankans til nýrra eigenda hins danska banka FIH var um síðustu áramót.

Í pínulítilli útrás með Rollersigns

Íslenskt fyrirtæki, Margmiðlun ehf., hefur fengið dreifingarrétt fyrir svokölluð rúlluskilti á Norðurlöndunum, baltneskju ríkjunum þremur auk Íslands. Markaðsstjóri fyrirtækisins segir það vera í pínulítilli útrás.

Greiddi Deutsche Bank 35 milljarða

Pera ehf., dótturfélag Lýsingar, endurgreiddi þýska bankarisanum Deutsche Bank 35 milljarða króna af skuld sinni við hann um miðjan mars síðastliðinn. Engin ný lán voru tekin vegna greiðslunnar að sögn Magnúsar Scheving Thorsteinssonar, stjórnarformanns Lýsingar.

Draga þarf úr halla lífeyrissjóðakerfisins

Íslenska lífeyrissjóðakerfið er öflugt en glímir þó við ákveðna veikleika. Þetta er mat Fjármálaeftirlitsins (FME) sem kynnti samantekt á stöðu lífeyrissjóðanna fyrir fjölmiðlum á skrifstofu sinni í turninum við Höfðatorg í gær. Þá hvetur FME til þess að dregið verði úr halla í lífeyriskerfinu með því að hækka iðgjöld, skerða réttindi sjóðsfélaga eða hækka lífeyrisaldur.

Gríðarleg tækifæri framundan

Verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækið Mannvit átti mjög gott rekstrarár á síðasta ári. Velta fyrirtækisins var 8,7 milljarðar króna og hagnaður þess fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta 1,1 milljarður króna. Hagnaður þess var 751 milljón króna.

Arion banki selur dótturfélag Fram Foods

Fram Foods, sem er í eigu Eignabjargs, hefur í dag selt dótturfélag sitt Boyfood Oy í Finnlandi til finnska félagsins Felix Abba Oy. Í fyrra námu tekjur Boyfood um 18 milljónum evra en hjá félaginu starfa um 56 manns. Heildarvirði viðskiptanna nemur 9,6 milljónum evra eða rúmlega 1,5 milljarði kr.

Fjarðaál flutti út vörur fyrir 95 milljarða í fyrra

Fjarðaál flutti út vörur fyrir um 95 milljarða króna á síðasta ári. Ál nemur um 40% af öllum vöruútflutningi frá landinu, sem er svipað hlutfall og útflutningur sjávarafurða, og nemur hlutur Fjarðaáls í honum um 17 prósentum. Ekkert annað fyrirtæki flytur út meira vörumagn.

Vöruskiptin hagstæð um 4,8 milljarða í júní

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir júní s.l. nam útflutningur 51,9 milljörðum króna og innflutningur 47,0 milljörðum króna. Vöruskiptin í júní voru því hagstæð um 4,8 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum, að því er segir á vefsíðu Hagstofunnar.

Hagnaður 365 var 250 milljónir

Rekstur 365 miðla ehf. skilaði hagnaði fyrir árið 2011 sem nemur 250 milljónum króna, eftir afskriftir, fjármagnsliði og skatta. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir rekstur ársins ásættanlegan í ljósi efnahagsumhverfis. 365 miðlar gefa út Fréttablaðið ásamt því að starfrækja Stöð 2, Vísi.is, Bylgjuna og fleiri fjölmiðla.

Segja bresk yfirvöld hafa þrýst á um að lækka vaxtaálag Barclays

Bob Diamond, sem sagði af sér sem forstjóri Barclays bankans í dag, hefur nú lagt fram skjöl, sem innihalda meðal annars samskipti milli starfsmanna Barclays og Seðlabanka Bretlands, Englandsbanka, frá árinu 2008 þar sem meðal annars er rætt um leiðir til þess að lækka vaxtaálag Barclays bankans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Barclays bankinn birti á vefsíðu bankans seinni partinn í dag.

Hreinlætisvörufyrirtæki kærir Apple

Enn á ný neyðist Apple til að standa í málaferlum í Kína. Nú hefur kínverskt fyrirtæki kært tæknirisann fyrir að hafa notað vörumerkið Snow Leopard í leyfisleysi.

FME: Neikvæð staða lífeyrissjóða nemur 700 milljörðum

Neikvæð staða lífeyrissjóðakerfisins miðað við skuldbindingar í framtíðinni nemur nærri 700 milljörðum króna. Sérfræðingur Fjármálaeftirlitsins segir að úrbóta sé þörf, en að miklu leyti snúi þær að stjórnmálamönnum.

Reginn hækkar um 1,83 prósent

Gengi bréfa í fasteignafélaginu Regin, sem tekin voru til viðskipta í Kauphöll Íslands í gær, hækkaði um 1,83 prósent í viðskiptum dagins og er gengið nú 8,35. Upphafsgengið í gær var 8,2.

Arnar hættur sem stjórnarformaður LL

Gunnar Baldvinsson er nýkjörinn formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða en hann hefur átt sæti í stjórn samtakanna frá árinu 2005. Hann tók við af Arnari Sigurmundssyni sem gegnt hefur formennsku samtakanna undanfarin sex ár.

Lánshæfismat Íslands stendur í stað meðan önnur ríki lækka

Á meðan lánshæfismat margra ríkja Evrópu fer hríðlækkandi stendur lánshæfismat Íslands í stað hjá matsfyrirtækjunum. Sérfræðingur Moody's sagði í viðtali við Reuters í síðustu viku að breytingar á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs væri ekki í kortunum.

Makríldeilan þarf að leysast á þessu ári

Sjávarútvegsmálastjóri Evrópusambandsins segir það mikilvægt að leysa makríldeiluna á þessu ári. Deilan hafi staðið í þrjú ár og aðildarríkin hafi ekki efni á því fjórða. Það muni koma niður á stofninum.

Miklar verðsveiflur á áli á síðustu tveimur árum

Miklar sveiflur hafa verið á álverði undanfarin ár, en staðgreiðsluverð á markaði er nú 1.867 dalir á tonnið, eða sem nemur um 233 þúsund krónum miðað við núverandi gengi. Fyrir ári síðan fór verðið í 2.800 dali á tonnið og hefur það því lækkað um 30 prósent á einu ári. Undanfarna daga hefur það verið að þokast lítið eitt upp á við, samhliða hækkunum á olíu eftir skarpa lækkun.

GlaxoSmithKline greiðir 376 milljarða í sekt

Bandaríska lyfjarisanum GlaxoSmithKline hefur verið gert að greiða þrjá milljarða dollara eða um 376 milljörðum króna í sekt í Bandaríkjunum í stærsta lyfjamisferlismáli sem upp hefur komið þar í landi.

N1 býður starfsmönnum Hyrnunnar aftur vinnu

Olíufyrirtækið N1 ætlar að reka veitingastað og vegasjoppu í Hyrnunni þar sem Samkaup voru áður. Starfsmönnum Hyrnunnar sem sagt var upp störfum í síðustu viku verður boðin vinna á veitingastað N1, að sögn Hermanns Guðmundssonar, forstjóra N1.

Íslendingar ekki verið bjartsýnni í mörg ár

Íslendingar eru bjartsýnni en þeir hafa verið frá því fyrir hrun. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka í dag þar sem fjallað er um nýbirta væntingavísitölu Gallup.

Verslun Jóhannesar opnar 28. júlí

Iceland, verslun Jóhannesar Jónssonar, stofnanda Bónuss, mun opna þann 28. júlí næstkomandi í Engihjalla í Kópavogi. Að auki verður opnuð netverslun. Jóhannes segir að undirbúningur verslunarinnar gangi vel. Netverslunin mun ganga þannig fyrir sig að fólk pantar vörur á Netinu og fær þær svo sendar heim. "Þar ætla ég að vera með vörur í þyngra lagi sem fók getur pantað og fengið sendar,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi.

Umboðsmaður skuldara dregur saman seglin

Frá og með 1. september mun fækka í starfsliði umboðsmanns skuldara. Aftur mun fækka í starfsliðinu árið 2013. Umboðsmaður skuldara er því að draga saman seglin og ástæðan er sú að mun færri umsóknir um greiðsluaðlögun berast embættinu.

Paris Hilton vill stofna eigin hótelkeðju

Raunveruleikastjarnan og hótelerfinginn Paris Hilton hefur áhuga á að stofna sína eigin hótelkeðju og ganga þar með í fótspor langafa síns Conrad Hilton.

Metsala á notuðum bílum í Danmörku

Sala á notuðum bílum hefur aldrei verið meiri í sögunni í Danmörku. Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að á fyrstu fimm mánuðum ársins hafi um 217.000 notaðir bílar verið seldir í Danmörku eða að jafnaði 1.400 bílar á hverjum degi.

Segir alrangt að almenningur niðurgreiði gagnaver

Ómar Benediktsson, forstjóri Farice ehf., hafnar því með öllu að almenningur niðurgreiði þjónustu Farice við gagnaver. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði aftur á móti aðspurður í samtali við Vísi í dag líta svo á að svo væri.

Sjá næstu 50 fréttir