Fleiri fréttir

Gagnaver fá þjónustuna ódýrari en almenningur

Íslenskur almenningur mun þurfa að greiða umtalsvert meira en alþjóðleg gagnaver fyrir internettengingu við útlönd verði áform Farice ehf. að veruleika. Fréttastofa greindi frá því á föstudag að Farice ehf., sem rekur tvo stærstu sæstrengina sem tengja Ísland við umheiminn, stefni á að rukka Símann og Vodafone næstum þrefalt meira fyrir þjónustu sína frá og með október.

Reginn formlega á markað

Viðskipti hófust með hlutabréf í fasteignafélaginu Reginn í dag. Reginn flokkast sem lítið félag nnan fjármálageirans. Það er fjórða félagið sem skráð er á Aðalmarkað innan NASDAQ OMX Nordic á árinu 2012 en fyrsta félagið sem skráð er á NASDAQ OMX Iceland á þessu ári.

Stjórnarformaðurinn yfirgefur Barclays

Barclays bankinn staðfesti í morgun fréttir breska ríkisútvarpsins, BBC, um að stjórnarformaðurinn, Marcus Aguis, myndi láta af störfum. Ástæðan er sú að bankinn var á dögunum sektaður um það sem samsvarar 57 milljörðum íslenskra króna fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á stýrivexti með ólöglegum aðgerðum. Bob Diamond, framkvæmdastjóri Barclays, mun gefa skýrslu fyrir fjármálanefnd breska þingsins á miðvikudag vegna hneykslisins. Aguis mætir svo fyrir nefndina á fimmtudaginn.

Toyota komið í ný húsakynni

Toyota afhenti fyrsta bílinn í nýjum höfuðstöðvum í Kauptúni 6 í Garðabæ í morgun. Björn Friðrik Svavarsson tók við lyklunum af nýjum Yaris Hybrid úr höndum Úlfars Steindórssonar, forstjóra Toyota á Íslandi.

Atvinnuleysi á evrusvæðinu eykst áfram

Atvinnuleysi á evrusvæðinu heldur áfram að aukast. Atvinnleysið mældist 11,1% í maí samanborið við 11% í apríl og hefur aldrei verið meira í sögu evrusvæðisins.

Viðskipti hefjast með hlutabréf Regins

Í dag hefjast viðskipti með hlutabréf Regins hf. á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. Reginn, sem er flokkað sem lítið félag innan fjármálageirans er fjórða félagið sem skráð er á Aðalmarkað innan NASDAQ OMX Nordic á árinu og það fyrsta sem skráð er á OMX Iceland á þessu ári.

Eignir Batista hrynja í verði

Brasilíski milljarðamæringurinn Eike Batista, einn ríkasti maður Brasilíu, hefur tapað helmingnum af auði sínu á síðustu þremur mánuðum, að því er fram kemur á vef Forbes. Þar segir að „ástarsambandi Batista“ við hlutabréfamarkaði sé lokið, en frá því í mars mánuði hefur hann tapað 15,5 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega 1.900 milljörðum krónum. Enginn milljarðamæringur í heiminum hefur tapað meiru á árinu en Batista, samkvæmt Forbes.

Stjórnarformaður Barclays mun segja upp

Marcus Agius stjórnarformaður Barclays mun segja upp vegna vaxtahneykslisins. Bankinn er sakaður um að hafa með markaðsmisnoktun reynt að hafa áhrif á stýrivexti. Robert Peston, viðskiptaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC fullyrðir að Agius muni tilkynna afsögn sína á morgun. Barclays bankinn var sektaður um 290 milljónir sterlingspunda vegna hneykslisins. Royal Bank of Scotland hefur nú þegar rekið fjóra miðlara vegna þáttar þeirra í svindlinu.

Marel hefur vaxið 5.600-falt frá 1983

Hátæknifyrirtækið Marel fagnaði því í gær að tuttugu ár eru liðin síðan hlutabréf fyrirtækisins voru skráð á hlutabréfamarkað.

Íslenskur fjárfestahópur vill hlut Alterra í HS Orku

Modum Energy og sjóðir í rekstri Stefnis, sjóðastýringafyrirtækis í eigu Arion banka, hafa gert kauptilboð í 66,6 prósenta hlut Alterra Power, sem hét áður Magma Energy, í HS Orku. Tilboðið er lagt fram í samstarfi við Arion banka sem verður þó ekki beinn eignaraðili gangi áformin upp. Til stendur að fjölga í hluthafahópnum gangi samningsviðræður vel og stefnt er að því að skrá HS Orku á hlutabréfamarkað ef af kaupunum verður.

Fréttaskýring: Vilja setja aflareglur fyrir helstu tegundir

Að beiðni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis hefur Hafrannsóknastofnunin unnið að mótun nýtingarstefnu og aflareglu fyrir ýsu og liggja nú fyrir tillögur sem kynntar hafa verið fyrir ráðuneyti og hagsmunaaðilum.

Bara Krónan hefur lækkað

Verð vörukörfu ASÍ hefur hækkað í öllum mældum verslunum nema Krónunni síðan í mars. Vörukarfan hækkaði mest í Samkaup-Strax eða um 4,4 prósent.

Ísland gott dæmi um þrautseigju

"Við gengum í eina sæng með PopTech í þetta skipti sérstaklega til að kynna hugmyndina um þrautseigju, sem hefur mikið gildi einmitt um þessar mundir og mun gera áfram á 21. öldinni,“ segir Nancy Kete, framkvæmdastjóri Rockefeller-stofnunarinnar í New York, sem er helsti bakhjarl PopTech-ráðstefnunnar sem lauk í Hörpu í gær.

Bankar fá fé beint úr neyðarsjóðum

Leiðtogar ríkjanna á Evrusvæðinu hafa komist að samkomulagi um lausn á vandræðunum með gjaldmiðilinn. Einnig hafa langtímamarkmið verið sett. Leiðtogarnir funduðu í Brussel í gær.

BSRB á móti afslætti toppa

BSRB gagnrýnir hugmyndir um að stjórnendum Eimskips verði gert kleift að kaupa hlut í fyrirtækinu á lægra gengi en fengist á markaði.

Kópavogur með hærri tekjuviðmið en Reykjavík

Biðlisti eftir félagslegum leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallslega næststystur í Kópavogi miðað við íbúafjölda. Þá er fjöldi íbúða næstmestur þar á hverja þúsund íbúa af öllum sveitarfélögum landsins.

Stefnir í umtalsverða verðhækkun á internetþjónustu

Farice ehf. hefur boðað næstum þrefalda verðhækkun á þjónustu sinni, en fyrirtækið heldur úti tveimur af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Núgildandi samningur fyrirtækisins við Símann og Vodafone rennur út í október. Eftir þann tíma fer fyrirtækið fram á téða verðhækkun.

Ævintýri framundan í Þingeyjarsýslum

Ævintýri er að hefjast, segir bæjarstjóri Norðurþings, sem áætlar að tólf- til fimmtánhundruð manns þurfi við uppbyggingu í Þingeyjarsýslum á næstu árum og að áttahundruð varanleg störf skapist í héraðinu. Kristján Már Unnarsson

Yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit í ESB

Seðlabanki Evrópu fær auknar valdheimildir með eins konar yfirþjóðlegu fjármálaeftirliti yfir bönkum í ríkjunum sautján á evrusvæðinu, en það var meðal þess sem ákveðið var á fundi leiðtoga evruríkjanna í Brussel í dag. Um er að ræða stórt skref í átt til sérstaks bankabandalags evruríkjanna. Þá var samþykkt að veita 100 milljarða evra í endurfjármögnun spænskra banka, en peningarnir verða ekki veittir fyrr en hinu evrópska fjármálaeftirliti hefur formlega verið komið á laggirnar. Markaðir brugðust vel við tíðindunum og gengi evru gagnvart dollar styrktist eftir að tilkynnt var um áformin í dag.

Norðmenn stefna enn norðar með olíuboranir

Þátttaka áhrifamestu ríkja um olíuvinnslu á Norðurslóðum í ráðstefnu í Noregi í vikunni er skýr vísbending um að alþjóðasamfélagið vilji nýta auðlindir norðursins, en með öruggum hætti. Þetta er túlkun helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, í grein sem hann nefnir "Skýr sýn til norðurs". Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe bauð til ráðstefnunnar í Þrándheimi.

EVE Online væntanlegur til Kína

Tölvuleikurinn EVE Online kom út í sérstakri forútgáfu í Kína í gær. Útgáfan er liður í samstarfi CCP og TianCity, eins stærsta framleiðanda og dreifingaraðila tölvuleikja í Kína.

Nú er hægt að fá Chrome á iPhone

Tæknirisinn Gooogle tilkynnti fyrr í vikunni að Chrome netvafrinn yrði brátt fáanlegur fyrir iOS stýrikerfið. Það var síðan í gær sem að vafrinn vinsæli birtist í smáforrita safni Apple.

Útgerðarmenn bítast vegna Vinnslustöðvarinnar

Óskynsamlegt er af Vinnslustöðinni að greiða út háan arð og kvarta á sama tíma um að félagið geti ekki greitt veiðileyfagjöld. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, útgerðamaður í Brimi og einn hluthafa í Vinnslustöðinni. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns í eyjum, segir hins vegar veiðigjöld ríkisstjórnarnar ástæðu uppsagna ekki arðgreiðslur.

Allt á niðurleið hjá RIM

Svo virðist sem að dagar Research in Motion, framleiðanda BlackBerry snjallsímanna, séu taldir. Síðasti ársfjórðungur var afar erfiður fyrirtækinu og er talið að um 5 þúsund starfsmönnum verði sagt upp á næstu dögum.

Miklar hækkanir á hlutabréfamörkuðum

Fjárfestar hafa brugðist einkar vel við fréttum af fundi leiðtoga Evrópusambandsins (ESB), sem nú fer fram í Brussell, og er þar einkum horft til ákvarðana um að björgunarsjóður ESB fái heimildir til þess að endurfjármagna bankakerfi allra landa innan ESB, ef í óefni er komið.

Vörukarfan hækkar í verði hjá öllum nema Krónunni

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað þó nokkuð milli verðmælinga verðlagseftirlitsins í mars og nýjustu mælingar nú um miðjan júní. Á þessu þriggja mánaða tímabili hækkaði vörukarfan frá 1.4% til 4.4% hjá öllum verslunarkeðjum nema Krónunni en þar má sjá örlitla lækkun.

"Arðgreiðslurnar varða fortíðina"

Á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar í gær var samþykkt að hluthafar félagsins fái greiddan arð upp á 30 prósent af nafnverði hlutafjár eða um 830 milljónir króna.

Góður árangur á stuttum tíma

Katrín Edda Þorsteinsdóttir útskrifaðist síðasta laugardag með B.Sc gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Meðfram náminu hefur hún lagt stund á líkamsrækt af kappi og náð góðum árangri á skömmum tíma með miklum æfingum og hjálp frá Pink Fit-fæðubótarefnunum.

Íslenskt tilboð í hlut Alterra í HS Orku

Félag sem heitir Modum Energy og sjóðir í rekstri Stefnis í samstarfi við Arion banka hafa gert kauptilboð í eignarhlut Alterra í HS Orku. Þetta hefur Vísir fengið staðfest. Eigandi Modum er Alexander Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Geysis Green Energy.

Fréttaskýring: Fjársjóður og umhverfisvá á Norðurslóðum

Landsframleiðsla í Grænlandi mun aukast um 300 prósent á næstu þremur árum ef uppbyggingaráform London Mining og Alcoa ganga eftir. Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt The Economist á efnahagslegum tækifærum á Norðurslóðum sem birtist með tölublaði ritsins 16. júní sl. Ritið er 14 síður og er farið ítarlega yfir efnahagsleg og umhverfisleg áhrif þess ef farið verður út í mikla nýtingu á olíuauðlindum svæðisins, sem er raunar þegar komin af stað.

Ísfélagið í Vestmannaeyjum skoðar næstu skref

„Það er í skoðun, ekkert meira um það að segja," segir Stefán B. Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins aðspurður um hvort vænta megi breytinga í rekstri fyrirtækisins á næstunni. Ísfélag Vestmannaeyja og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum eru tvö stærstu úrgerðarfélög Vestmannaeyja. Vinnslustöðin tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi segja upp 41 starfsmanni og rakti ástæðurnar til frumvarps um hærri veiðileyfagjöld sem samþykkt voru á vorþingi.

Arion banki lýkur öðru útboði á sértryggðum skuldabréfum

Arion banki hf. lauk í dag öðru útboði bankans á sértryggðum skuldabréfum sem eru óverðtryggð. Alls voru seld skuldabréf til fagfjárfesta fyrir 1.200 milljónir að nafnvirði í skuldabréfaflokknum Arion CB 15. Stærð flokksins eftir stækkun er 2.520 milljónir.

Verðmæti framleiðsluvara jókst um 63 milljarða í fyrra

Verðmæti seldra framleiðsluvara í fyrra var 728 milljarðar króna sem er aukning um 63,1 milljarð króna eða 9,5% frá árinu 2010. Á sama tíma hækkaði vísitala framleiðsluverðs um 9,2% og hefur því verðmæti seldra framleiðsluafurða aukist um 0,3% að raungildi.

Verulega dregur úr afgangi á vöruskiptum

Verulega hefur dregið úr afgangi á vöruskiptum það sem af er árinu miðað við sama tímabil í fyrra. Fyrstu fimm mánuði árins voru fluttar út vörur fyrir 261,7 milljarða króna en inn fyrir 234,8 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 26,9 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 39,6 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 12,7 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.

Neyðarsjóður ESB má lána beint til banka

Leiðtogar Evrópusambandsins hafa samþykkt að sérstakur neyðarsjóður á vegum sambandsins geti lánað bönkum innan þess beint þannig að það hafi ekki áhrif á ríkisfjármál þeirra landa sem bankarnir eru staðsettir í.

Sjá næstu 50 fréttir