Fleiri fréttir

Apple á meira lausafé en bandaríska ríkið

Apple fyrirtækið á meira handbært fé en ríkissjóður Bandaríkjanna. Nýjustu tölur frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna sýna að fyrirtækið á 73 milljarða bandaríkjadala í handbært fé. Apple á hins vegar 76,4 milljarða. Handbært fé Apple samsvarar um 8700 milljörður íslenskra króna.

Samkomulag sagt í höfn

Samkomulag um ríkisfjármál Bandaríkjanna er sagt í höfn og verður kynnt þingmönnum fulltrúadeilar Bandaríkjaþings síðar í dag. Þetta fullyrða bandarískir fjölmiðlar en hart hefur verið tekist á um frumvarp til fjárlaga undanfarnar vikur en til að koma í veg fyrir mögulegt greiðsluþrot bandaríska ríkisins þarf niðurstaða að fást fyrir þriðjudag. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og varaforsetinn Joe Biden hafa setið á fundi með forystumönnum demókrata og repúblikana í þinginu frá því í morgun.

Uppsafnaður höfuðstóll lýsir ekki rekstri skólans árið 2010

Þorvaldur T. Jónsson, rekstrarstjóri Landbúnaðarskóla Íslands, segir að halli á rekstri skólans á síðasta ári hafi verið rúmar 11 milljónir eða 1% af veltu. Tölur úr ríkisreikningi sem vitnað var til í fréttum Stöðvar 2 og Vísis á föstudag sýni uppsafnaðan höfuðstól liðinna ára og áratuga og lýsi því ekki rekstri stofnunarinnar árið 2010. Fram kom í fréttinni að Landsbúnaðarskólinn hafi keyrt meira en helming fram úr fjárlögum.

Fyrrverandi forstjóri Baugs víkur úr stjórn Iceland

Gunnar Sigurðsson, stjórnarmaður í Iceland Foods og fyrrverandi forstjóri Baugs, hefur verið beðinn um að víkja úr stjórninni. Breska blaðið Sunday Telegraph segir að skilanefnd Landsbankans, sem á um 67% hlut í Iceland, muni skipa Lárentsínus Kristjánsson í stjórnina í stað Gunnars. Lárentsínus er formaður skilanefndar Landsbankans.

Oddvitar vongóðir

Oddvitar demókrata og repúblikana eru vongóðir um að ná sáttum um skuldavanda Bandaríkjanna fyrir þriðjudag til að koma í veg fyrir mögulegt greiðsluþrot bandaríska ríkisins. Nú þegar hafa þeir hafnað tillögum hvors annars um hvernig eigi að skera niður í útgjöldum og hækka skuldaþak ríkisins. Kosið verður á þinginu um frumvarp Harry Reid, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, klukkan fimm að íslenskum tíma í dag en kosningunni var frestað til að reyna að ná enn frekari sáttum milli deiluaðila.

Tvöfalt fleiri kaupsamingar

Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var tvöfalt meiri en á sama tíma síðasta ár, að því er fram kemur í tölum þjóðskrár.

Krugman með lausnir fyrir Obama

Hagfræðiprófessorinn og Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman hefur sett fram tvær "skapandi“ lausnir fyrir Barack Obama bandaríkjaforseta í deilunum um skuldaþak Bandaríkjanna. Hann segir að þessar lausnir séu innan ramma laganna.

Afnema tímabundið toll af rósum

Norsk stjórnvöld hafa nú ákveðið að afnema toll af innfluttum rósum í vikutíma; frá 26. júlí til 2. ágúst. Sigrun Pettersborg, hjá Landbúnaðarstofnun norska ríkisins, segir í samtali við ABC Nyheter að aðstæðurnar í landinu og hin gríðarlega eftirspurn eftir rósum sé ástæða þess að þessi ákvörðun var tekin. Norsk framleiðsla og innflutningur frá tollfrjálsum svæðum anna ekki eftirspurninni eftir rósum.

Rekstur Landspítalans skilaði afgangi

Samkvæmt endurskoðuðum ársreikningi spítalans skilaði rekstur hans 70 milljóna króna afgangi, en frávikið frá fjárheimild sem birtist í ríkisreikningi skýrist af neikvæðum höfuðstól vegna rekstrarvanda fyrri ára.

Rabbínar votti súkkulaði

Rabbíninn Asher Chocron kom hingað til lands fyrr í þessari viku til að gera úttekt á afurðum frá Toppfiski sem fá í framhaldinu sérstaka vottun. Um er að ræða svokallaða Kosher-vottun en hún er til marks um að varan hafi verið meðhöndluð samkvæmt helgisiðum gyðinga og að hún innihaldi ekkert sem stangast á við þá.

Skuldadeilan í þinginu óleyst

Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi í gærkvöldi frumvarp til sem fjárlaga sem John Boehner, forseti fulltrúadeiladarinnar og leiðtogi repúblikana þar, hafði lagt fram en frumvarpið hafði áður verið samþykkt í fulltrúadeild þingsins. Frumvarp Boehners gerði ráð fyrir niðurskurði í ríkisútgjöldum upp á 900 milljarða dollara og hefði hækkað skuldaþak ríkisins um svipaða fjárhæð.

Skuldamálið enn í hnút

Engin lausn var í sjónmáli í skuldadeilunni á bandaríska þinginu í gær þegar John Boehner, oddviti repúblikana, freistaði þess í þriðja skipti að koma frumvarpi um hækkun skuldaþaksins í gegnum fulltrúadeildina.

Landbúnaðarháskólinn keyrði fram úr fjárlögum

Landbúnaðarháskóli Íslands keyrði meira en helming fram úr fjárlögum. Þrátt fyrir að flestar ríkisstofnanir hafi haldið sig innan fjárlaga kostuðu margar þeirra ríkið mun meira en lagt var upp með á síðasta ári.

Fjármögnun við Vallarveitu tryggð - kostar um tvö hundruð milljónir

Eftir útboð á fjármögnun fyrir framkvæmdir við Vallarveitu í Fljótsdalshéraði hafa Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf. og Íslandsbanki gert með sér samning um fjármögnun á verkefninu. Kostnaður við Vallaveitu verður um tvö hundruð milljónir króna. Verkefnið tryggir sumarhúsabyggð á Völlunum heitt vatn og gerir mönnum kleift að koma upp heilsárshúsum og meiri nýtingu á húsunum. Þá mun þetta stækka þjónustusvæði Hitaveitunnar og bæta enn frekar rekstrargrunn hennar. „Við erum afar ánægðir með að geta veitt heitu vatni inn á Velli. Þetta eflir svæðið enn frekar sem ferðamannaparadís, og mun gera þetta sumarhúsasvæði enn vinsælla," segir Guðmundur Davíðsson, framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella Ormarr Örlygsson, útibússtjóri Íslandsbanka í Fljótsdalshéraði, lýsir einnig yfir ánægju vegna samstarfsins. „Við höfum átt mjög gott samstarf við Hitaveituna og raunar sveitarfélagið í heild sinni, þannig að þetta er bara enn ein staðfesting á því að báðir aðilar vilja byggja áfram á því. Íslandsbanki telur mikilvægt að taka þá í uppbyggingu á sínu nærumhverfi og er þetta liður í því."

Fá ekki greitt fyrr en eftir helgi

Allir þeir lífeyrissjóðsþegar sem fá greitt í gegnum Greiðslustofu lífeyrissjóða munu ekki fá greitt nú um mánaðamótin fyrr en eftir helgi. Ákvörðun um þetta var tekin á stjórnarfundi.

Krafan á dollarabréfum ríkissjóðs lækkar enn

Ávöxtunarkrafa á nýútgefin skuldabréf ríkissjóðs í bandarískum dollurum var skráð 4,723% hjá upplýsingaveitunni Bloomberg í gær og vitnað er til á vefsíðu Viðskiptablaðsins.

Lausn launadeilu hækkar verð á kjúklingavængjum

Í dag, föstudag, er þjóðlegi kjúklingavængjadagurinn í Bandaríkjunum og það er tilefni til fagnaðar. Allar líkur eru á að langvinnri launadeilu leikmanna og eigenda liða í NFL deildinni (Bandarískum fótbolta) sé að ljúka og að lausn hafi fundist. Þetta hefur leitt til nokkurra verðhækkana á kjúklingavængjum í landinu.

Rífandi gangur hjá Hamleys

Rífandi gangur er í sölunni hjá leikfangaverslunarkeðjunni Hamleys í Bretlandi sem skilanefnd Landsbankans á að stórum hluta.

S&P telur 15 danska banka í hættu á gjaldþroti

Í nýrri greiningu sem unnin var af matsfyrirtækinu Standard & Poor´s (S&P) kemur fram að 15 smærri og meðalstórir danskir bankar séu í hættu á að lenda í gjaldþroti innan næstu þriggja ára.

Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni

SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum.

Össur hf. með 1.200 milljónir í hagnað

Stoðtækjaframleiðandinn Össur hf. skilaði 10 milljón dollara eða tæplega 1.200 milljón kr. hagnaði á öðrum ársfjórðungi ársins. Sala félagsins óx um 17% frá því sama tímabili í fyrra og fór í fyrsta sinn yfir 100 milljónir dollara á einum ársfjórðung.

Seðlabankinn fékk tæpa 5 milljarða fyrir hlut sinn Sjóvá

Seðlabanki Íslands fékk tæpa fimm milljarða íslenskra króna greidda fyrir sölu á eignarhlut sínum í Sjóvá-Almennum tryggingum. Seldur hlutur samsvarar 52,4% af útistandandi hlutafé, en eignasafn Seðlabankans á enn eftir 20,6% hlut í fyrirtækinu. Það var samlagshlutafélagið SF1 sem keypti hlutinn.

Salan á Sjóvá kláruð

Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. hefur gengið frá sölu á 834.481.001 hlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. sem samsvarar 52,4% af útistandandi hlutafé.

Statoil skilaði 1.300 milljarða hagnaði

Norska olíufélagið Statoil skilaði hagnaði á öðrum ársfjórðung sem önnur norsk félög geta aðeins dreymt um. Hagnaðurinn nam 61 milljarði norskra kr. eða um 1.300 milljörðum kr. Þetta er aukning um 26,6 milljarða norskra kr. frá sama tímabili í fyrra.

Risavaxinn hagnaður hjá Shell

Risavaxinn hagnaður varð af rekstri hollenska olíufélagsins Shell á öðrum ársfjórðungi ársins. Hagnaðurinn nam 8 milljörðum dollara eða yfir 900 milljörðum kr. sem er 77% meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra.

Selja þekkingu á sjávarútvegi

Kanadíska sjávarútvegsfyrirtækið Cooke Aquaculture festi fyrir helgi kaup á spænska fiskeldis-fyrirtækinu Culmarex. Íslenska ráðgjafarfyrirtæki Markó Partners var Cooke til ráðgjafar við kaupin.

Rífandi gangur hjá Marel

Tekjur Marels á öðrum ársfjórðungi ársins námu 162 milljónum evra eða tæpum 27 milljörðum kr., sem er 19 prósenta aukning samanborið við sama tímabil fyrir ári og 5 prósent aukning samanborið við fyrri ársfjórðung.

Hagnaður Nýherja nam 78 milljónum

Hagnaður Nýherja á fyrri helmingi ársins var 78 milljónir króna. EBITDA var 300 milljónir króna á fyrri árshelmingi, en var 158 milljónir króna á sama tímabili árið á undan.

Ríkið semur við fjóra aðila um bensínkaup

Ríkiskaup hafa samið við fjóra aðila þ.e. Atlantsolíu, N1, Olíuverslun Íslands og Skeljung um kaup á eldsneyti fyrir ökutæki og vélar. Einnig var samið um afsláttarkjör á smurolíu við N1, Olís og Skeljung. Veltan í undangengnum samningum hefur verið um og yfir milljarð á tveggja ára tímabili. Samningarnir voru gerðir að undangengnu útboði í umsjá Ríkiskaupa.

Kauphöllin sektaði fimm sveitarfélög

Kauphöllinn áminnti og sektaði á fimmtudaginn Reykjavíkurborg og fjögur önnur sveitarfélög fyrir að skila ekki ársreikningum sínum til Kauphallarinnar á réttum tíma. Sveitarfélögin eru, auk Reykjavikurborgar, Sandgerðisbær, Vestmannaeyjabær, Norðurþing og Langanesbyggð.

Búast við miklum skattahækkunum á næstu fjárlögum

Skattahækkanir á næstu fjárlögum verða þungt högg fyrir almenning og innbyrðis deilur ríkisstjórnarflokkana koma í veg fyrir að böndum sé komið á ríkisfjármálin.. Þetta segja tveir fulltrúar stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd, sem segja að ríkisstjórnin hagi sér ekki eins og hin hagsýna húsmóðir.

Fisk Seafood eignast Farsæl hf. að fullu

Gengið hefur verið frá sölu á 66% hlut í útgerðarfélaginu Farsæli hf. á Grundarfirði til Fisk Seafood, sem eftir þessi viðskipti hefur eignast allt hlutafé í félaginu.

Álverðið heldur áfram að hækka

Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á áli þessa dagana. Álverðið er komið í 2.638 dollara á tonnið á málmmarkaðinum í London og hefur hækkað um tæplega 140 dollara frá því í síðustu viku.

Landsbankinn afskrifar skuld

Fjárhagsstaða Ísaksskóla kann að vænkast eftir að Landsbankinn féllst á að gefa eftir um 76 milljónir króna af um 260 milljóna skuld skólans. Skilyrði er þó að Ísaksskóli nái að selja húsnæði sitt fyrir 184 milljónir króna sem fari í að greiða upp bankaskuldina. Ísaksskóli óskar nú eftir því að Reykjavíkurborg kaupi skólahúsnæðið fyrri þessa upphæð og leigi síðan skólanum.

Velta með atvinnuhúsnæði 2,7 milljarðar í júní

Í júní síðastliðnum var 45 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst og 28 utan þess. Heildarfasteignamat seldra eigna á höfuðborgarsvæðinu var tæpir 2,5 milljarðar króna en 263 milljónir króna utan þess. Samtals var veltan því rúmlega 2,7 milljarðar kr.

Sjá næstu 50 fréttir