Viðskipti innlent

Rekstur Landspítalans skilaði afgangi

Mynd/GVA
Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að Landspítalinn hefði farið tæpum þremur milljörðum fram úr fjárheimildum á síðasta ári. Vegna þessa vill Landspítalinn koma því á framfæri að spítalinn færir bókhald sitt á rekstrargrunni, en ríkissjóður er gerður upp á greiðslugrunni. Samkvæmt endurskoðuðum ársreikningi spítalans skilaði rekstur hans 70 milljóna króna afgangi, en frávikið frá fjárheimild sem birtist í ríkisreikningi skýrist af neikvæðum höfuðstól vegna rekstrarvanda fyrri ára.


Tengdar fréttir

Landbúnaðarháskólinn keyrði fram úr fjárlögum

Landbúnaðarháskóli Íslands keyrði meira en helming fram úr fjárlögum. Þrátt fyrir að flestar ríkisstofnanir hafi haldið sig innan fjárlaga kostuðu margar þeirra ríkið mun meira en lagt var upp með á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×