Viðskipti innlent

Skuldamálið enn í hnút

Barack Obama, Bandaríkjaforseti.
Barack Obama, Bandaríkjaforseti. Mynd/AP
Engin lausn var í sjónmáli í skuldadeilunni á bandaríska þinginu í gær þegar John Boehner, oddviti repúblikana, freistaði þess í þriðja skipti að koma frumvarpi um hækkun skuldaþaksins í gegnum fulltrúadeildina.

Boehner hefur gengið illa að ná samstöðu um málið meðal sinna manna, en frumvarpið er lykiláfangi í að ná samkomulagi við demókrata í öldungadeildinni og Obama forseta.

Náist samkomulag ekki fyrir þriðjudag mun það hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir efnahagslíf um allan heim.- þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×