Viðskipti innlent

S&P telur 15 danska banka í hættu á gjaldþroti

Í nýrri greiningu sem unnin var af matsfyrirtækinu Standard & Poor´s (S&P) kemur fram að 15 smærri og meðalstórir danskir bankar séu í hættu á að lenda í gjaldþroti innan næstu þriggja ára.

Fari svo gætu þau gjaldþrot kostað hluthafa, fjárfesta og hið opinbera um 12 milljarða danskra kr. eða um 265 milljarða kr. í samanlögðu tapi.

Fram kemur í greiningunni að þessir bankar glími enn við mikinn vanda frá árunum 2005 til 2007 þegar þeir lánuðu gífurlegar fjárhæðir til ýmissa fasteignaverkefna. Síðan þá hefur fasteignaverð hrapað í Danmörku eins og víða annarsstaðar í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×