Viðskipti innlent

Fjármögnun við Vallarveitu tryggð - kostar um tvö hundruð milljónir

Samningurinn undirritaður
Samningurinn undirritaður
Eftir útboð á fjármögnun fyrir framkvæmdir við Vallarveitu í Fljótsdalshéraði hafa Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf.  og Íslandsbanki gert með sér samning um fjármögnun á verkefninu. Kostnaður við Vallaveitu verður um tvö hundruð milljónir króna. Verkefnið tryggir sumarhúsabyggð á Völlunum heitt vatn og gerir mönnum kleift að koma upp heilsárshúsum og meiri nýtingu á húsunum. Þá mun þetta stækka þjónustusvæði Hitaveitunnar og bæta enn frekar rekstrargrunn hennar.

„Við erum afar ánægðir með að geta veitt heitu vatni inn á Velli. Þetta eflir svæðið enn frekar sem ferðamannaparadís, og mun gera þetta sumarhúsasvæði enn vinsælla," segir Guðmundur Davíðsson, framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Ormarr Örlygsson, útibússtjóri Íslandsbanka í Fljótsdalshéraði, lýsir einnig yfir ánægju vegna samstarfsins. „Við höfum átt mjög gott samstarf við Hitaveituna og raunar sveitarfélagið í heild sinni, þannig að þetta er bara enn ein staðfesting á því að báðir aðilar vilja byggja áfram á því. Íslandsbanki telur mikilvægt að taka þá í uppbyggingu á sínu nærumhverfi og er þetta liður í því."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×