Viðskipti innlent

Seðlabankinn fékk tæpa 5 milljarða fyrir hlut sinn Sjóvá

Mynd/Arnór Birkisson
Seðlabanki Íslands fékk tæpa fimm milljarða íslenskra króna greidda fyrir sölu á eignarhlut sínum í Sjóvá-Almennum tryggingum. Seldur hlutur samsvarar 52,4% af útistandandi hlutafé, en eignasafn Seðlabankans á enn eftir 20,6% hlut í fyrirtækinu. Það var samlagshlutafélagið SF1 sem keypti hlutinn.

Upphæðin nemur nánar til tekið 4.899.400.000 krónum, en samkvæmt Stefáni Jóhanni Stefánssyni, ritstjóra á skrifstofu seðlabankastjóra, mun fást hærra verð á hvern hlut fyrir eftirstandandi 20,6 prósentin.

Stærstu eigendur SF1 eru Gildi lífeyrissjóður, SVN eignafélag ehf. (félag í eigu Síldarvinnslunnar hf.), SÍA I (fagfjárfestasjóður undir stjórn rekstrarfélagsins Stefnis, en eigendur SÍA I eru meðal annars stærstu lífeyrissjóðir landsins), Frjálsi Lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 (LSR), Stapi Lífeyrissjóður og fagfjárfestasjóðurinn Stefnir ÍS-5. Aðrir eigendur SF1 eru Festa lífeyrissjóður, EGG ehf, (í eigu Ernu Gísladóttur), Arkur ehf. (í eigu Steinunnar Jónsdóttur), Lífeyrissjóður bænda, Sigla ehf. (í eigu Tómasar Kristjánssonar og Finns Reyrs Stefánssonar) og Draupnir fjárfestingafélag ( í eigu Jóns Diðriks Jónssonar).

Kaupin eru að fullu fjármögnuð með eiginfjárframlögum og fer enginn hluthafa með stærri hlut en sem svarar til 10% hlutdeildar í Sjóvá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×