Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Smári Jökull Jónsson skrifar 15. ágúst 2025 12:30 2G og 3G farsímakerfin loka um áramótin. Getty Sérfræðingur hjá Fjarskiptastofu telur að enn séu þúsundir raftækja á landsvísu sem nýta 2G og 3G-farsímaþjónustu sem mun hætta um áramótin. Öryggisfyrirtæki og sumarbústaðasvæði eru meðal þeirra sem nýta sér þjónustuna. Um áramótin mun 2G og 3G-farsímaþjónusta leggjast af hér á landi ferli þar að lútandi hefur staðið yfir síðan 2021. Samkvæmt Fjarskiptastofu á ákvörðunin ekki að hafa áhrif á útbreiðslu farnets. Sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu segir stofnunina hafa unnið með fjarskiptafyrirtækjum að breytingunum og því að upplýsa neytendur. „Þetta er alfarið ákvörðun fjarskiptafélaganna að loka þessu. Þetta eru kerfi sem hafa þjónað okkur í tugi ára og eru bara komin á tíma,“ segir Þorleifur Jónasson hjá Fjarskiptastofu. „Myndi halda að einhverjar þúsundir tækja væru eftir í dag“ Það eru þó ekki aðeins farsímar sem lokun netsins hefur áhrif á heldur ýmis tæki sem notuð eru til vöktunar, mælinga og stýringa. „Þetta eru alls konar skynjarar og við getum nefnt opnanir á sumarbústaðasvæðum, á hliðum við sumarbústaðasvæði sem dæmi. Einnig öryggishnappar og annað sem öryggisfyrirtækin hafa verið með, myndavélar og annað slíkt.“ Ný raftæki nýta sér 4G og 5G-tækni nú til dags en engu að síður eru enn tæki í umferð sem notast við þjónustuna sem leggst af um áramót. „Þetta voru þúsundir og tugir þúsunda þegar þetta ferli hófst. Án ábyrgðar myndi ég halda að einhverjar þúsundir tækja væru eftir í dag,“ segir hann. Útilokar ekki að fólk lendi í vandræðum Von sé á nýjum tölum frá fyrirtækjunum um fjölda notenda í lok mánaðarins en Þorleifur segir að vissulega geti einhverjir neytendur lent í vandræðum við lokun kerfisins. „Ég held það sé ekkert hægt að útiloka það að þeir sem ekki hafa farið í þá vinnu að uppfæra tækin sín að þeir muni lenda í því að tækin muni ekki virka um áramót.“ Fjarskipti Sýn Síminn Nova Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Um áramótin mun 2G og 3G-farsímaþjónusta leggjast af hér á landi ferli þar að lútandi hefur staðið yfir síðan 2021. Samkvæmt Fjarskiptastofu á ákvörðunin ekki að hafa áhrif á útbreiðslu farnets. Sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu segir stofnunina hafa unnið með fjarskiptafyrirtækjum að breytingunum og því að upplýsa neytendur. „Þetta er alfarið ákvörðun fjarskiptafélaganna að loka þessu. Þetta eru kerfi sem hafa þjónað okkur í tugi ára og eru bara komin á tíma,“ segir Þorleifur Jónasson hjá Fjarskiptastofu. „Myndi halda að einhverjar þúsundir tækja væru eftir í dag“ Það eru þó ekki aðeins farsímar sem lokun netsins hefur áhrif á heldur ýmis tæki sem notuð eru til vöktunar, mælinga og stýringa. „Þetta eru alls konar skynjarar og við getum nefnt opnanir á sumarbústaðasvæðum, á hliðum við sumarbústaðasvæði sem dæmi. Einnig öryggishnappar og annað sem öryggisfyrirtækin hafa verið með, myndavélar og annað slíkt.“ Ný raftæki nýta sér 4G og 5G-tækni nú til dags en engu að síður eru enn tæki í umferð sem notast við þjónustuna sem leggst af um áramót. „Þetta voru þúsundir og tugir þúsunda þegar þetta ferli hófst. Án ábyrgðar myndi ég halda að einhverjar þúsundir tækja væru eftir í dag,“ segir hann. Útilokar ekki að fólk lendi í vandræðum Von sé á nýjum tölum frá fyrirtækjunum um fjölda notenda í lok mánaðarins en Þorleifur segir að vissulega geti einhverjir neytendur lent í vandræðum við lokun kerfisins. „Ég held það sé ekkert hægt að útiloka það að þeir sem ekki hafa farið í þá vinnu að uppfæra tækin sín að þeir muni lenda í því að tækin muni ekki virka um áramót.“
Fjarskipti Sýn Síminn Nova Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira