Viðskipti innlent

Kauphöllin sektaði fimm sveitarfélög

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Reykjavíkurborg var eitt þeirra sveitarfélaga sem var sektað.
Reykjavíkurborg var eitt þeirra sveitarfélaga sem var sektað.
Kauphöllinn áminnti og sektaði á fimmtudaginn Reykjavíkurborg og fjögur önnur sveitarfélög fyrir að skila ekki ársreikningum sínum til Kauphallarinnar á réttum tíma. Sveitarfélögin eru, auk Reykjavikurborgar, Sandgerðisbær, Vestmannaeyjabær, Norðurþing og Langanesbyggð.

Samkvæmt reglum Kauphallarinnar og sveitastjórnarlögum eiga sveitastjórnir að skila ársreikningum fyrir lok apríl. Ársreikningi sveitarfélaganna var hins vegar flestum skilað inn þriðju eða fjórðu vikuna í maí, nema ársreikningi Vestmannaeyjabæjar. Honum var skilað inn 24. júní.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×