Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Lovísa Arnardóttir skrifar 15. ágúst 2025 08:36 Róbert Aron, til vinstri, og Einar Örn, til hægri, taka við rekstri Kolaportsins. Róbert Aron hefur síðustu á rekið Götubitahátíðina með góðum árangri og Einar Örn opnaði nýlega Wok to Walk. Hann stofnaði einnig Serrano á Íslandi árið 2002. Samsett Samið hefur verið um rekstur almenningsmarkaðar í Tryggvagötu 19, Kolaportinu, til næstu fimm ára. Róbert Aron Magnússon og Einar Örn Einarsson taka við rekstrinum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í tilkynningu segir að þeir Róbert Aron og Einar Örn muni leggja áherslu á fjölbreyttan og lifandi markað sem skapi miðstöð mannlífs í miðborginni. Auglýst var eftir varanlegum rekstraraðilum í sumar og kemur fram í auglýsingu að alls hafi sex tilboð borist. Auglýst var þó að því gefnu að samningar næðust við ríkið um áframhaldandi húsaleigusamning á húsnæðinu, sem nú liggur fyrir. Í tilkynningu segir að þeir Róbert Aron og Einar Örn ætli að byggja á arfleifð Kolaportsins sem markaðar, en þróa áfram til dæmis með sveigjanlegri opnunartíma og fjölbreyttri dagskrá. Þá ætla þeir að leggja áherslu á að Kolaportið verði vettvangur fyrir götulist. Lagt verður upp með tvo til þrjá veitingastaði, kaffihús og bar, leiksvæði fyrir börn innandyra, matvöruverslun, matvörumarkað og endurbætt rými fyrir leigutaka svo eitthvað sé nefnt. Þá hafa aðilar á bakvið til að mynda Extraloppuna, Matarmarkað Íslands, Húrra Reykjavík og Iceland Airwaves sýnt áhuga á starfsemi í húsinu. Götubiti ehf. skilaði samkvæmt tilkynningu borgarinnar hæsta leigutilboði auk þess sem matsnefnd mat tillögu þeirra, það er Róberts Arons og Einars Arnar, til flestra stiga. Borgarráð samþykkti drög að leigusamningi í dag og verður samningurinn tímabundinn til fimm ára með þriggja mánaða uppsagnarfresti á báða bóga. Mánaðarleiga verður 4.250.000 krónur. Fengu flest stig Róbert Aron Magnússon hefur verið leiðandi í matar- og pop up viðburðum á Íslandi undir formerkjum Götubita ehf og hefur sett upp veitingastaði í London og á Íslandi. Þá hefur hann sett upp fjölda tónleika og starfaði hjá Iceland Airwaves á árunum 2003 til 2012. Einar Örn stofnaði Serrano skyndibitastaðina á Íslandi árið 2002 og hefur stofnað og rekið fjölda veitingastaða og mathalla erlendis, svo sem mexíkósku veitingastaðina Zócalo og STHLM mathöllina í Stokkhólmi. Í auglýsingu borgarinnar um varanlegan rekstraraðila segir í tilkynningu horft hafi verið til niðurstöðuskýrslu starfshóps um almenningsmarkað í Reykjavík. Matsnefnd hafi farið yfir tilboð sem bárust og hafi leiguverð verið metið til 25 prósent stiga og aðrir matsþættir til 75 prósent stiga. Aðrir matsþættir hafi til að mynda verið farsæl reynsla af sambærilegum verkefnum, fjölbreytt vöruúrval á breiðu verðbili, svæði undir flóamarkað og viðburðasvæði. Þá var einnig horft til þess að áætluð starfsemi í húsnæðinu yrði góð viðbót við framboð á verslun og þjónustu sem fyrir er í miðbæ Reykjavíkur. Reykjavík Verslun Umhverfismál Matur Matvöruverslun Iceland Airwaves Tengdar fréttir Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Alþjóðlega veitingastaðakeðjan Wok to Walk opnaði fyrsta staðinn sinn hér á landi í desember en í dag eru þeir þrír talsins; í Borgartúni í Reykjavík, á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði og á Smáratorgi. Staðirnir bjóða upp á ferskan asískan götubita sem er eldaður á wok pönnum yfir opnum eldi fyrir framan gestina. 21. febrúar 2025 11:30 Vann til verðlauna fyrir götubitann Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, stóð uppi sem sigurvegari á evrópsku götubitaverðlaunum liðna helgi. 7. október 2024 15:31 Sól og sæla á Götubitahátíðinni Mikil stemning myndaðist í Hljómskálagarðinum í Reykjavík liðna helgi þegar um 80 þúsund manns gerðu sér glaðan dag á hinni árlegu Götubitahátíð. Fastur liður hátíðarinnar er keppnin um besta Götubita Íslands. 24. júlí 2024 09:45 Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Í tilkynningu segir að þeir Róbert Aron og Einar Örn muni leggja áherslu á fjölbreyttan og lifandi markað sem skapi miðstöð mannlífs í miðborginni. Auglýst var eftir varanlegum rekstraraðilum í sumar og kemur fram í auglýsingu að alls hafi sex tilboð borist. Auglýst var þó að því gefnu að samningar næðust við ríkið um áframhaldandi húsaleigusamning á húsnæðinu, sem nú liggur fyrir. Í tilkynningu segir að þeir Róbert Aron og Einar Örn ætli að byggja á arfleifð Kolaportsins sem markaðar, en þróa áfram til dæmis með sveigjanlegri opnunartíma og fjölbreyttri dagskrá. Þá ætla þeir að leggja áherslu á að Kolaportið verði vettvangur fyrir götulist. Lagt verður upp með tvo til þrjá veitingastaði, kaffihús og bar, leiksvæði fyrir börn innandyra, matvöruverslun, matvörumarkað og endurbætt rými fyrir leigutaka svo eitthvað sé nefnt. Þá hafa aðilar á bakvið til að mynda Extraloppuna, Matarmarkað Íslands, Húrra Reykjavík og Iceland Airwaves sýnt áhuga á starfsemi í húsinu. Götubiti ehf. skilaði samkvæmt tilkynningu borgarinnar hæsta leigutilboði auk þess sem matsnefnd mat tillögu þeirra, það er Róberts Arons og Einars Arnar, til flestra stiga. Borgarráð samþykkti drög að leigusamningi í dag og verður samningurinn tímabundinn til fimm ára með þriggja mánaða uppsagnarfresti á báða bóga. Mánaðarleiga verður 4.250.000 krónur. Fengu flest stig Róbert Aron Magnússon hefur verið leiðandi í matar- og pop up viðburðum á Íslandi undir formerkjum Götubita ehf og hefur sett upp veitingastaði í London og á Íslandi. Þá hefur hann sett upp fjölda tónleika og starfaði hjá Iceland Airwaves á árunum 2003 til 2012. Einar Örn stofnaði Serrano skyndibitastaðina á Íslandi árið 2002 og hefur stofnað og rekið fjölda veitingastaða og mathalla erlendis, svo sem mexíkósku veitingastaðina Zócalo og STHLM mathöllina í Stokkhólmi. Í auglýsingu borgarinnar um varanlegan rekstraraðila segir í tilkynningu horft hafi verið til niðurstöðuskýrslu starfshóps um almenningsmarkað í Reykjavík. Matsnefnd hafi farið yfir tilboð sem bárust og hafi leiguverð verið metið til 25 prósent stiga og aðrir matsþættir til 75 prósent stiga. Aðrir matsþættir hafi til að mynda verið farsæl reynsla af sambærilegum verkefnum, fjölbreytt vöruúrval á breiðu verðbili, svæði undir flóamarkað og viðburðasvæði. Þá var einnig horft til þess að áætluð starfsemi í húsnæðinu yrði góð viðbót við framboð á verslun og þjónustu sem fyrir er í miðbæ Reykjavíkur.
Reykjavík Verslun Umhverfismál Matur Matvöruverslun Iceland Airwaves Tengdar fréttir Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Alþjóðlega veitingastaðakeðjan Wok to Walk opnaði fyrsta staðinn sinn hér á landi í desember en í dag eru þeir þrír talsins; í Borgartúni í Reykjavík, á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði og á Smáratorgi. Staðirnir bjóða upp á ferskan asískan götubita sem er eldaður á wok pönnum yfir opnum eldi fyrir framan gestina. 21. febrúar 2025 11:30 Vann til verðlauna fyrir götubitann Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, stóð uppi sem sigurvegari á evrópsku götubitaverðlaunum liðna helgi. 7. október 2024 15:31 Sól og sæla á Götubitahátíðinni Mikil stemning myndaðist í Hljómskálagarðinum í Reykjavík liðna helgi þegar um 80 þúsund manns gerðu sér glaðan dag á hinni árlegu Götubitahátíð. Fastur liður hátíðarinnar er keppnin um besta Götubita Íslands. 24. júlí 2024 09:45 Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Alþjóðlega veitingastaðakeðjan Wok to Walk opnaði fyrsta staðinn sinn hér á landi í desember en í dag eru þeir þrír talsins; í Borgartúni í Reykjavík, á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði og á Smáratorgi. Staðirnir bjóða upp á ferskan asískan götubita sem er eldaður á wok pönnum yfir opnum eldi fyrir framan gestina. 21. febrúar 2025 11:30
Vann til verðlauna fyrir götubitann Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, stóð uppi sem sigurvegari á evrópsku götubitaverðlaunum liðna helgi. 7. október 2024 15:31
Sól og sæla á Götubitahátíðinni Mikil stemning myndaðist í Hljómskálagarðinum í Reykjavík liðna helgi þegar um 80 þúsund manns gerðu sér glaðan dag á hinni árlegu Götubitahátíð. Fastur liður hátíðarinnar er keppnin um besta Götubita Íslands. 24. júlí 2024 09:45