Viðskipti innlent

Hagnaður Nýherja nam 78 milljónum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, er sáttur við niðurstöðuna.
Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, er sáttur við niðurstöðuna.
Hagnaður Nýherja á fyrri helmingi ársins var 78 milljónir króna. EBITDA var 300 milljónir króna á fyrri árshelmingi, en var 158 milljónir króna á sama tímabili árið á undan.

„Afkoma félagsins batnar frá fyrra ári og hafa tekjur vaxið um 631 mkr eða 9% frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostað nær tvöfaldast milli  ára og er EBITDA-prósenta nú nær 4% og skila allar rekstrareiningar  jákvæðri EBITDA afkomu fyrstu 6 mánuði ársins," segir Þórður Sverrisson forstjóri í tilkynningu.   






Fleiri fréttir

Sjá meira


×