Viðskipti innlent

Landsbankinn afskrifar skuld

Ísaksskóli vill selja borginni skólahúsið fyrir 184 milljónir.
Ísaksskóli vill selja borginni skólahúsið fyrir 184 milljónir.
Fjárhagsstaða Ísaksskóla kann að vænkast eftir að Landsbankinn féllst á að gefa eftir um 76 milljónir króna af um 260 milljóna skuld skólans. Skilyrði er þó að Ísaksskóli nái að selja húsnæði sitt fyrir 184 milljónir króna sem fari í að greiða upp bankaskuldina. Ísaksskóli óskar nú eftir því að Reykjavíkurborg kaupi skólahúsnæðið fyrri þessa upphæð og leigi síðan skólanum.

Eins vill skólinn fá 15 milljóna króna lán frá borginni og fella afborganirnar inn í húsaleiguna. Skólinn eigi síðan forkaupsrétt að húsinu innan fimmtán ára á sama verði að viðbættum verðbótum.

- gar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×