Viðskipti innlent

Velta með atvinnuhúsnæði 2,7 milljarðar í júní

Í júní síðastliðnum var 45 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst og 28 utan þess. Heildarfasteignamat seldra eigna á höfuðborgarsvæðinu var tæpir 2,5 milljarðar króna en 263 milljónir króna utan þess. Samtals var veltan því rúmlega 2,7 milljarðar kr.

Af þessum samningum voru 21 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands.  Samanborið við maí hefur samningum fækkað um 8 og mat seldra eigna minnkað  eða það var rúmlega 3 milljarðar kr. á höfuðborgarsvæðinu í maí en rúmlega 700 milljónir kr. utan þess.

Á vefsíðu Þjóðskrár segir að í júní voru 18 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu skráðir í kaupskrá og 11 utan þess. Heildarupphæð samninga á höfuðborgarsvæðinu var 500 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 489 milljónir króna.

Heildarupphæð samninga utan höfuðborgarsvæðisins var 181 milljón króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 128 milljónir króna. Af þessum samningum voru 8 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×