Viðskipti innlent

Rífandi gangur hjá Marel

Tekjur Marels á öðrum ársfjórðungi ársins námu 162 milljónum evra eða tæpum 27 milljörðum kr., sem er 19 prósenta aukning samanborið við sama tímabil fyrir ári og 5 prósent aukning samanborið við fyrri ársfjórðung.

Rekstrarhagnaðurinn er í samræmi við markmið fyrirtækisins um rekstrarhagnað upp á 10-12 prósent af veltu á árinu.

Pantanabók fyrirtækisins heldur áfram að styrkjast og nema fyrirliggjandi pantanir 176,3 milljónum evra í lok fjórðungsins samanborið við 125,3 milljónir evra í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×