Viðskipti innlent

Tvöfalt fleiri kaupsamingar

Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var tvöfalt meiri en á sama tíma síðasta ár, að því er fram kemur í tölum þjóðskrár.

109 kaupsamningum var þinglýst frá 22. júlí til og með 28. júlí en í fyrra var 54 samningum þinglýst á sama tíma.

Heildarvelta í síðustu viku var um þrír milljarðar króna en sömu viku í fyrra var veltan 1.400 milljónir. - þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×