Rabbínar votti súkkulaði 30. júlí 2011 11:00 Hér kanna gyðingar flatköku en við vissa hátíð mega þeir ekki borða brauðmeti sem inniheldur ger. Baldvin segir viðskiptatækifæri í því hjá íslensku fyrirtækjum að fá vottun á vörur sínar frá rabbíium. Rabbíninn Asher Chocron kom hingað til lands fyrr í þessari viku til að gera úttekt á afurðum frá Toppfiski sem fá í framhaldinu sérstaka vottun. Um er að ræða svokallaða Kosher-vottun en hún er til marks um að varan hafi verið meðhöndluð samkvæmt helgisiðum gyðinga og að hún innihaldi ekkert sem stangast á við þá. Chocron kom á vegum Baldvins Gíslasonar, eiganda Gislason Fish Selling, en það fyrirtæki kaupir vöruna af Toppfiski og selur hana síðan fyrirtækjum er sérhæfa sig í vörum sem fengið hafa slíka vottun. Baldvin segist vonast til þess að eiga viðskipti við fleiri íslensk fyrirtæki. „Ég tel að það séu miklir möguleikar í þessu í sælgætisiðnaðinum og hyggst ég því leita til Góu og Nóa Síríus áður en ég kem aftur til Íslands með Chocron en það verður eftir um það bil fjóra mánuði,“ segir hann. Hann segir enn fremur til mikils að vinna því á Bretlandi búi á bilinu 330 til 350 þúsund gyðingar sem setji ekkert inn fyrir sínar varir nema það sé vottað með þessum hætti. Þriggja daga dvöl Chocrons hér á landi var því ekki alveg vandkvæðalaus. „Ég varð að taka með mér mikið nesti að heiman og síðan eldaði konan fyrir mig risa máltíð þegar ég kom heim aftur,“ segir hann og hlær við. Chocron var þó ekki á algjöru flæðiskeri staddur því hér á landi eru til þó nokkrar útlendar vörur í íslensku stórmörkuðunum sem hafa verið vottaðar með þessum hætti. Baldvin hefur áður komið hingað til lands með öðrum rabbína og segir hann þá bera sig mis-hátíðlega að við verkin. „Sá fyrri blessaði afurðina og var með heilmikið ritúal í kringum þetta,“ segir hann. Chocron segir þetta hins vegar vera að mestu eins og hvert annað gæðaeftirlit. „Ég er ekkert að biðja á meðan ég er að þessu, nema að ég bið bara um að þetta taki fljótt af,“ segir hann kankvís. Chocron segir að vottunin nái einingis til þeirrar vöru sem framleidd var meðan hann var hér en ekki til allrar vöru frá Toppfiski. Fiskblokkirnar sem fengu þessa vottun verða síðan að fiskifingrum í verksmiðju í Hull. Baldvin segir að ekki einungis matvörur fái úttekt sem þessa en hann var nýlega með rabbína í eftirlitsferð í tannkremsverksmiðju í Belgíu. - jse Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira
Rabbíninn Asher Chocron kom hingað til lands fyrr í þessari viku til að gera úttekt á afurðum frá Toppfiski sem fá í framhaldinu sérstaka vottun. Um er að ræða svokallaða Kosher-vottun en hún er til marks um að varan hafi verið meðhöndluð samkvæmt helgisiðum gyðinga og að hún innihaldi ekkert sem stangast á við þá. Chocron kom á vegum Baldvins Gíslasonar, eiganda Gislason Fish Selling, en það fyrirtæki kaupir vöruna af Toppfiski og selur hana síðan fyrirtækjum er sérhæfa sig í vörum sem fengið hafa slíka vottun. Baldvin segist vonast til þess að eiga viðskipti við fleiri íslensk fyrirtæki. „Ég tel að það séu miklir möguleikar í þessu í sælgætisiðnaðinum og hyggst ég því leita til Góu og Nóa Síríus áður en ég kem aftur til Íslands með Chocron en það verður eftir um það bil fjóra mánuði,“ segir hann. Hann segir enn fremur til mikils að vinna því á Bretlandi búi á bilinu 330 til 350 þúsund gyðingar sem setji ekkert inn fyrir sínar varir nema það sé vottað með þessum hætti. Þriggja daga dvöl Chocrons hér á landi var því ekki alveg vandkvæðalaus. „Ég varð að taka með mér mikið nesti að heiman og síðan eldaði konan fyrir mig risa máltíð þegar ég kom heim aftur,“ segir hann og hlær við. Chocron var þó ekki á algjöru flæðiskeri staddur því hér á landi eru til þó nokkrar útlendar vörur í íslensku stórmörkuðunum sem hafa verið vottaðar með þessum hætti. Baldvin hefur áður komið hingað til lands með öðrum rabbína og segir hann þá bera sig mis-hátíðlega að við verkin. „Sá fyrri blessaði afurðina og var með heilmikið ritúal í kringum þetta,“ segir hann. Chocron segir þetta hins vegar vera að mestu eins og hvert annað gæðaeftirlit. „Ég er ekkert að biðja á meðan ég er að þessu, nema að ég bið bara um að þetta taki fljótt af,“ segir hann kankvís. Chocron segir að vottunin nái einingis til þeirrar vöru sem framleidd var meðan hann var hér en ekki til allrar vöru frá Toppfiski. Fiskblokkirnar sem fengu þessa vottun verða síðan að fiskifingrum í verksmiðju í Hull. Baldvin segir að ekki einungis matvörur fái úttekt sem þessa en hann var nýlega með rabbína í eftirlitsferð í tannkremsverksmiðju í Belgíu. - jse
Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira