Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni 29. júlí 2011 07:30 Deilur hafa verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar undanfarin ár. Eigendur minnihluta hlutafjár vilja að meirihlutinn kaupi þá út, en ekki hefur náðst samkomulag um verð. Fréttablaðið/Hari SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir þetta birtingarmynd þeirra deilna sem verið hafi við þessa hluthafa undanfarin ár. Á aðalfundi félagsins lögðu fulltrúar Stillu útgerðar fram tillögur um úttekt á fyrirtækinu. Að baki Stillu standa bræðurnir Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir, kenndir við útgerðarfélagið Brim. Þeir eiga tæpan þriðjung í Vinnslustöðinni. Meðal þess sem fulltrúar Stillu vildu að yrði rannsakað var fyrirkomulag á afurðasölu, umboðslaun, flutningskostnaður, afleiðusamningar, vaxtaskipta- og gjaldmiðlasamningar. Fulltrúar meirihlutans höfnuðu alfarið tillögum um slíka rannsókn á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar. „Þarna er verið að búa til einhverjar fréttir um rannsóknir og misferli til að reyna að knýja meirihlutann til að kaupa þá út á verði sem er óraunhæft,“ segir Sigurgeir. Hann segir þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir leiki þennan leik. „Þeir geta alveg gleymt því að við förum að kaupa þá út á einhverju óraunhæfu verði og steypa okkur sjálfum í skuldir sem við ráðum ekki við. Þeir verða að átta sig á því að árið 2007 er löngu liðið,“ segir Sigurgeir. Hann segir fulltrúa Stillu í stjórn Vinnslustöðvarinnar hafa aðgang að öllum upplýsingum um félagið og því þurfi ekki að kveðja til rannsóknarnefnd og leggja í kostnaðarsama rannsókn. Í kjölfar aðalfundarins fóru fulltrúar Stillu fram á hluthafafund þar sem þeir áforma að leggja til að Vinnslustöðin höfði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og nokkrum stjórnarmönnum vegna kaupa félagsins á útgerðinni Ufsabergi. Sigurgeir segir augljóst að kaup Vinnslustöðvarinnar á 35 prósenta hlut í Ufsabergi hafi verið góð kaup. Bæði fyrirtækin hafi skilað hagnaði á hverju ári frá því kaupin hafi verið gerð, og nú sé stefnt á að sameina þau. Í kjölfar þess að meirihlutinn hafnaði tillögum fulltrúa Stillu á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar voru Hjálmar og Guðmundur Kristjánssynir felldir af meirihlutanum í kjöri til stjórnar og varastjórnar, þar sem þeir áttu áður sæti. Guðmundur vildi ekki tjá sig um deilurnar í stjórn Vinnslustöðvarinnar þegar í hann náðist í gær. Hann sagði þó að hann og aðrir sem standi að Stillu hafi viljað selja sinn hlut í Vinnslustöðinni í á þriðja ár, og þeir vonist til að það takist bráðlega. brjann@frettabladid.is Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir þetta birtingarmynd þeirra deilna sem verið hafi við þessa hluthafa undanfarin ár. Á aðalfundi félagsins lögðu fulltrúar Stillu útgerðar fram tillögur um úttekt á fyrirtækinu. Að baki Stillu standa bræðurnir Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir, kenndir við útgerðarfélagið Brim. Þeir eiga tæpan þriðjung í Vinnslustöðinni. Meðal þess sem fulltrúar Stillu vildu að yrði rannsakað var fyrirkomulag á afurðasölu, umboðslaun, flutningskostnaður, afleiðusamningar, vaxtaskipta- og gjaldmiðlasamningar. Fulltrúar meirihlutans höfnuðu alfarið tillögum um slíka rannsókn á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar. „Þarna er verið að búa til einhverjar fréttir um rannsóknir og misferli til að reyna að knýja meirihlutann til að kaupa þá út á verði sem er óraunhæft,“ segir Sigurgeir. Hann segir þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir leiki þennan leik. „Þeir geta alveg gleymt því að við förum að kaupa þá út á einhverju óraunhæfu verði og steypa okkur sjálfum í skuldir sem við ráðum ekki við. Þeir verða að átta sig á því að árið 2007 er löngu liðið,“ segir Sigurgeir. Hann segir fulltrúa Stillu í stjórn Vinnslustöðvarinnar hafa aðgang að öllum upplýsingum um félagið og því þurfi ekki að kveðja til rannsóknarnefnd og leggja í kostnaðarsama rannsókn. Í kjölfar aðalfundarins fóru fulltrúar Stillu fram á hluthafafund þar sem þeir áforma að leggja til að Vinnslustöðin höfði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og nokkrum stjórnarmönnum vegna kaupa félagsins á útgerðinni Ufsabergi. Sigurgeir segir augljóst að kaup Vinnslustöðvarinnar á 35 prósenta hlut í Ufsabergi hafi verið góð kaup. Bæði fyrirtækin hafi skilað hagnaði á hverju ári frá því kaupin hafi verið gerð, og nú sé stefnt á að sameina þau. Í kjölfar þess að meirihlutinn hafnaði tillögum fulltrúa Stillu á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar voru Hjálmar og Guðmundur Kristjánssynir felldir af meirihlutanum í kjöri til stjórnar og varastjórnar, þar sem þeir áttu áður sæti. Guðmundur vildi ekki tjá sig um deilurnar í stjórn Vinnslustöðvarinnar þegar í hann náðist í gær. Hann sagði þó að hann og aðrir sem standi að Stillu hafi viljað selja sinn hlut í Vinnslustöðinni í á þriðja ár, og þeir vonist til að það takist bráðlega. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira