Viðskipti innlent

Búast við miklum skattahækkunum á næstu fjárlögum

SB skrifar
Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór Júlíusson
Skattahækkanir á næstu fjárlögum verða þungt högg fyrir almenning og innbyrðis deilur ríkisstjórnarflokkana koma í veg fyrir að böndum sé komið á ríkisfjármálin.. Þetta segja tveir fulltrúar stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd, sem segja að ríkisstjórnin hagi sér ekki eins og hin hagsýna húsmóðir.

Samkvæmt ríkisreikningi fyrir árið 2010 er 123 milljarða króna halli á ríkissjóði. Áætlanir gerðu ráð fyrir 82 milljarða króna halli en þær áætlanir stóðust ekki. Fjármálaráðherra hefur sagt 33 milljarða króna björgunarbakka fyrir Íbúðalánasjóð vega þar þungt en tveir fulltrúar stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd segja vandamálið stærra.

„Ríkisstjórnin er að reykspóla í fangelsi eigin hugmyndafræði og stefnuleysis. Það eru fyrst og fremst innbyrðis átök um leiðir út úr þessum vanda og eina sem þau ná saman um er að hækka skatta á fólk og fyrirtæki en ná ekki neinni samstöðu um það að byggja framtíðartekjur ríkissjóðsins sem allt þarf að byggja á, segir Kristján Þór Júlíusson, sem situr í fjárlaganefnd fyrir sjálfstæðisflokkinn. Hann gagnrýnir fjármálaráðherra fyrir að kalla hinar nýju tölru úr ríkisreikningi árið 2010 bókhaldslegt högg.

„Þetta eru ekki bara einhverjar tölur á blaði sem hægt er að stroka út með blýantsviskaleðri - Þetta er bara veruleikinn ein sog hann liggur fyrir og á honum þarf að taka og þú gerir það ekki með því að skatta sama stofninn fjandans til. En því miður nær þetta fólk ekki saman um það," segir Kristján.

Höskuldur Þórhallsson í Framsóknarflokknum segir ríkisreikninginn fyrir síðasta ár setja allar framtíðaráætlanir í uppnám.

„Ríkisstjórnin er ekki að haga sér eins og hin hagsýna húsmóðir ætti að haga sér," segir Höskuldur. „Þetta þýðir það að allt sem var að stefnt árið 2013 er í voða og allar tölur sem ríkisstjórnin ætlaði að ná. Þeim verður væntanlega ekki náð," segir Höskuldur.

Almenningur geti búist við slæmum fréttum í haust. „Þegar fjárlagapakkinn kemur í haust og skattapakkinn. Maður heyrir að ríkisstjornin sé að sauma saman nýjar tekjuleiðir í formi skattahækkana og niðurskurðar. Menn muna áfallið þegar frumvarp um fjárlaga kom árið 2010 fyrir árið 2011. Þannig að Ísalendingar geti átt von á öðru eins kjaftshöggi og það kjaftshögg var í boði ríkisstjórninnar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×