Fleiri fréttir

Heimir Már Pétursson til Iceland Express

Heimir Már Pétursson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Iceland Express frá og með næstu mánaðamótum. Heimir Már er með BA í stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands. Undanfarin sex ár hefur hann verið fréttamaður á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi. Hann var áður upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar Íslands í fimm ár.

Maritech verðlaunað af Microsoft

Maritech hefur hlotið verðlaunin „Samstarfsaðili ársins 2011“ hjá Microsoft Íslandi. Verðlaunin eru veitt þeim sem taldir eru hafa skarað fram úr í þróun og kynningu á Microsoft-tengdum lausnum síðasta ár.

Hagnaður Century Aluminium 2,6 til 2,9 milljarðar

Century Aluminium, móðurfélag Norðuráls á Grundartanga, reiknar með að hagnaður þess á öðrum ársfjórðungi ársins nemi 23 til 25 milljónum dollara eða 2,6 til 2,9 milljarða króna.

Viðsnúningur í rekstri BP

Mikill viðsnúningur hefur orðið í rekstri breska olíufélagsins BP. Hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi ársins nam 5,6 milljörðum dollara eða rúmlega 600 milljörðum kr.

Þjóðverjar ræða fjárfestingar í Grikklandi

Philipp Rösler efnahagsmálaráðherra Þýskalands hefur boðað fulltrúa um 20 stórra þýskra fyrirtækja og samtaka á sinn fund á morgun, miðvikudag, til að ræða möguleikana á auknum fjárfestingum Þjóðverja í Grikklandi.

Íslendingar bíða eftir lúxusbílum frá Japan

Eftirspurn eftir nýjum bifreiðum frá Japan er meiri en framboð hér á landi. Töluvert er um að Íslendingar, sem pöntuðu nýjan Land Cruiser eða Lexus-í vor, þurfi að bíða eftir afhendingu fram á haust.

Verð á gulli hækkar enn og nær nýjum methæðum

Skuldavandræði Bandaríkjanna urðu meðal annars til þess að verð á gulli náði nýjum methæðum þegar markaðir í Austurlöndum opnuðu í dag. Verðið á únsunni stökk upp um 20 dollara á skammri stundu og nemur nú andvirði rúmlega 187 þúsund króna.

Eignir heimilanna tæplega 3.500 milljarðar

Framtaldar eignir heimilanna námu 3.466 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu þær dregist saman um 9% frá fyrra ári. Þá er ekki tekið tillit til endurmats eigna í tengslum við endurálagningu auðlegðarskatts.

Skatturinn endurgreiðir tæpa 24 milljarða í ár

Hinn 29. júlí nk. koma til útborgunar úr ríkissjóði til framteljenda 23,7 milljarðar króna eftir skuldajöfnun vegna vangoldinna krafna. Aldrei hefur meira fé verið greitt úr ríkissjóði við álagningu og munar 6,5 milljörðum frá fyrra ári.

Þorsteinn Hjaltested er skattakóngurinn

Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, er skattakóngur ársins 2010, en álagningaskrár Ríkisskattstjóra eru lagðar fram í dag. Þorsteinn greiðir samtals tæpar 162 milljónir króna í opinber gjöld. Andri Már Ingólfsson ferðamálafrömuður er í öðru sæti. Hann greiðir tæpa 131 milljón króna í opinber gjöld. Í þriðja sæti kemur svo Skúli Mogensen, sem er einn af eigendum MP banka, en hann greiðir um 111 milljónir króna í opinber gjöld. Í fjórða sæti kemur svo Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona og stærsti eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, en hún greiðir um 98 milljónir í opinber gjöld.

Gjaldþrotum fjölgaði um helming

Alls voru 137 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í júní síðastliðnum, en þau voru 99 í sama mánuði í fyrra. Þetta er 38% fjölgun milli ára. Flest gjaldþrot voru í flokknum byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð annarsvegar og flokknum heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum hins vegar.

Vísitala framleiðslu hækkar um 0,5%

Vísitala framleiðsluverðs í júní 2011 var 218,0 stig og hækkaði um 0,5% frá maí 2011. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar.

Verðbólgan er komin í 5%

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,0% og vísitalan án húsnæðis um 4,7%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,6% sem jafngildir 6,3% verðbólgu á ári (4,2% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Gott uppgjör hjá McDonalds

Bandaríska hamborgarakeðjan McDonalds skilaði mjög góðu uppgjöri á öðrum ársfjórðungi ársins. Salan jókst um 15% miðað við sama tímabil í fyrra og hagnaðurinn jókst um nær 10%.

Ferrari bíll Eric Clapton seldur á uppboði

Gulur Ferrari bíll sem eitt sinn var í eigu tónlistarmannsins Eric Clapton og síðar útvarpsmannsins Chris Evans, var seldur á uppboði um helgina fyrir 66,500 pund eða um 125 milljónir króna.

Moody´s telur nær 100% að lánshæfi Grikklands verði gjaldþrot

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Grikklands um þrjá flokka og niður í Ca sem er aðeins einu haki frá gjaldþrotseinkunn. Jafnframt segir Moody´s að næstum 100% líkur séu á að matsfyrirtækið felli einkunnina niður í D eða gjaldþrot.

Áfram ágæt velta á fasteignamarkaðinum

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 96. Er það svipað og meðalfjöldinn hefur verið á viku síðustu þrjá mánuði sem er 94 samningar.

Engin lausn á deilunni um skuldaþak Bandaríkjanna

Enn er engin lausn í sjónmáli í deilunni um skuldaþak Bandaríkjanna. Fundað var um málið alla helgina en leiðtogar bandaríska þingsins og Barack Obama bandaríkjaforseti virðast enn langt frá því að ná niðurstöðu í þessari deilu.

Olíugjald á steinolíu verður skoðað

Olíugjald gæti verið lagt á steinolíu á næstu misserum. Mjög hefur færst í vöxt að steinolía sé notuð sem eldsneyti á dísilbíla en á næstunni verður gjaldkerfið að baki samgönguframkvæmdum tekið til endurskoðunar.

Venjast lífi á atvinnuleysisbótum

Aðlögunarhæfni ungs fólks gerir því auðveldara að venjast lífi á atvinnuleysisbótum. Fjölbreytt úrræði Vinnumálastofnunar hafa hjálpað mörgum ungum einstaklingum að takast á við atvinnuleysi.

Tólfþúsund flugu með Iceland Express

Rösklega tólf þúsund farþegar flugu með Iceland Express frá London Gatwick í júní síðastliðnum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér og vísar þar í skýrslu breskra flugmálayfirvalda, máli sínu til stuðnings. Iceland Express segir að þetta sé 50 prósenta aukning frá fyrra mánuði og fjörutíu og fjögurra prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Aldrei hafi jafnmargir farþegar flogið með Iceland Express í einum mánuði frá London. Samkvæmt þessum tölum er markaðshlutdeild iceland Express í farþegaflutningum frá London rúmlega 41 prósent og hefur aldrei verið meiri.

Landsbankinn veitir nýsköpunarstyrki

Samfélagssjóður Landsbankans mun í ár veita nýsköpunarstyrki í fyrsta sinn. Veittir verða 27 styrkir fyrir samtals að fjárhæð 15.000.000 króna.

Kaupmáttur jókst um 3,4% milli mánaða

Vísitala kaupmáttar launa í júní 2011 er 109,5 stig og hækkaði um 3,4% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 2,7%.

Búa sig undir að Grikkland verði lýst gjaldþrota

Lönd á evrusvæðinu búa sig nú undir að stóru matsfyrirtækin þrjú lækki lánshæfiseinkunn sína á Grikklandi niður í D eða gjaldþrot. Yrði það í fyrsta sinn sem land innan Evrópusambandsins er lýst gjaldþrota.

Staða SpKef miklu verri en menn þorðu að vona

Staðan á Sparisjóðnum í Keflavík er miklu verri en menn töldu þegar Landsbankinn tók hann yfir, en bankinn hefur framkvæmt mat á virði eigna og munar þar 20 milljörðum króna á því mati sem ríkið kynnti í vor. Sparisjóðurinn er með neikvætt eigið fé upp á 30 milljarða.

Málefni fatlaðra setja fjármál borgarinnar í óvissu

Flutningur á málefnum fatlaðra frá ríki til borgar og óvissa um fjármögnun málaflokksins veldur drætti á framlagningu þriggja ára fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Borgaryfirvöld vonast til þess að hægt verði að ljúka gerð áætlunarinnar í byrjun hausts. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni en fyrr í dag óskuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og VG eftir því að borgarstjórn yrði kölluð saman til aukafundar vegna vanskila á áætlunininni. Fulltrúarnir segja að samkvæmt lögðum átt að leggja slíka áætlun fram fyrir fimm mánuðum og að vinnubrögð meirihlutans væru því óábyrg og algjörlega óviðunandi.

Turner Broadcasting vill kaupa Latabæ

Fjölmiðlarisinn Turner Broadcasting hefur gert tilboð upp á 1,4 milljarða króna í allt hlutafé Latabæjar, en áform eru um að framleiða nýja seríu af þáttunum fyrir alþjóðlegan markað

Fyrrum stjórnendur VBS grunaðir um umboðssvik

Fyrrum stjórnendur VBS fjárfestingarbanka eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um umboðssvik en málið snýst um færslu á láni VBS yfir í ógjaldfært félag í eigu stærstu eigenda bankans. Fyrrverandi forstjóri segir engan hafa rætt við sig um málið. Hann vísar lögbrotum á bug segist hafa tekið allar ákvarðanir með hagsmuni bankans í huga.

Sjá næstu 50 fréttir