Viðskipti innlent

Össur hf. með 1.200 milljónir í hagnað

Stoðtækjaframleiðandinn Össur hf. skilaði 10 milljón dollara eða tæplega 1.200 milljón kr. hagnaði á öðrum ársfjórðungi ársins. Sala félagsins óx um 17% frá því sama tímabili í fyrra og fór í fyrsta sinn yfir 100 milljónir dollara á einum ársfjórðung.

Jón Sigurðsson forstjóri Össurar segir í tilkynningu að niðurstaðan sé góð og í takt við áætlanir félagsins fyrir árið í heild. Markaðshlutdeild í Bandaríkjunum haldi áfram að aukast og góður árangur hefur náðst á Evrópumarkaðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×