Miklu fleiri þarf að mennta í tæknigeira Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. júní 2010 06:00 Nemar á Háskólatorgi Háskóla Íslands. Fréttablaðið/Vilhelm Menntað fólk vantar til starfa á þeim sviðum þar sem fyrirséð er að vöxtur verði hvað mestur næstu ár. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Marorku, segir að nú sé tíminn til að mennta fólk í hönnun og tækni. „Með því að taka höndum saman við hið opinbera í endurmenntun ungs atvinnulauss fólks er unnið bæði á atvinnuleysi og skorti á hæfu starfsfólki,“ segir hann. „Gífurlegar umbreytingar eru að eiga sér stað í atvinnulífinu. Almennt áttar fólk sig ekki á því að hugverkaiðnaðurinn stendur undir 21 prósenti af útflutningi þjóðarinnar,“ segir Jón Ágúst og segir nauðsynlegt að horfast í augu við að hér sé mikið af fólki með grunnþekkingu í atvinnulífi sem sé að hverfa. Hann var í gær á evrópskri ráðstefnu í Danmörku með kynningu á átaki iðnaðarins og hins opinbera við að búa til störf í hönnunar og tæknigeira. „Danirnir sögðu við mig að við værum að fara í gegn um alveg sama feril og Danmörk gerði þegar landið hvarf frá landbúnaðaráherslum í að vera tækniland,“ segir Jón Ágúst, en á ráðstefnunni benti hann á að atvinnuleysi væri hér nú 7,6 prósent að meðaltali og 16,4 prósent meðal ungs fólks. „Við notum 28 milljarða í atvinnuleysisbætur sem greiddar eru úr iðnaðinum og komum þess vegna með tillögu um samstarf við ríkisstjórnina um stórfellda endurmenntun á þessum hópi til þess að við getum komið honum inn í ný störf.“ Núna segir Jón Ágúst þjóðina færast frá því að vera sjávarútvegs- og frumframleiðsluþjóð yfir í að áhersla aukist á hönnun og tækni. „Fólkið sem er á atvinnuleysisskrá hefur ekki rétta bakgrunninn í þann geira. Við viljum endurmennta og endurþjálfa 15 þúsund manns og nota þessa 28 milljarða í nýtt nám og menntun þannig að þetta fólk geti gengið inn í ný störf sem til verða á markaði.“ Þá efast Jón Ágúst ekki um að vinna verði til handa fólkinu. „Á ári hverju verða að lágmarki til þúsund til tvö þúsund störf í þessum geira. Hér er hruninn ákveðinn iðnaður og við verðum að byggja upp nýjan og okkur er farið að sárvanta fólk í hugverkaiðnaðinn. Það er eitthvað skrýtið við samfélag sem vantar fólk í vinnu en er með marga á atvinnuleysisskrá.“ Gunnar Guðni Tómasson, forseti verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík, tekur undir að hér sárvanti fólk menntað á ákveðnum sviðum tæknimenntunar. Í uppsveiflu hafi verið hægt að sækja menntað fólk til útlanda, en eftir hrun sé landið tæpast samkeppnishæft. Sérstaklega segir hann skorta fólk menntað í véla- og tölvuverkfræði, byggingarverkfræðinga vanti ekki. „Við þurfum fólk í framleiðslutengdar tæknigreinar.“ Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Menntað fólk vantar til starfa á þeim sviðum þar sem fyrirséð er að vöxtur verði hvað mestur næstu ár. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Marorku, segir að nú sé tíminn til að mennta fólk í hönnun og tækni. „Með því að taka höndum saman við hið opinbera í endurmenntun ungs atvinnulauss fólks er unnið bæði á atvinnuleysi og skorti á hæfu starfsfólki,“ segir hann. „Gífurlegar umbreytingar eru að eiga sér stað í atvinnulífinu. Almennt áttar fólk sig ekki á því að hugverkaiðnaðurinn stendur undir 21 prósenti af útflutningi þjóðarinnar,“ segir Jón Ágúst og segir nauðsynlegt að horfast í augu við að hér sé mikið af fólki með grunnþekkingu í atvinnulífi sem sé að hverfa. Hann var í gær á evrópskri ráðstefnu í Danmörku með kynningu á átaki iðnaðarins og hins opinbera við að búa til störf í hönnunar og tæknigeira. „Danirnir sögðu við mig að við værum að fara í gegn um alveg sama feril og Danmörk gerði þegar landið hvarf frá landbúnaðaráherslum í að vera tækniland,“ segir Jón Ágúst, en á ráðstefnunni benti hann á að atvinnuleysi væri hér nú 7,6 prósent að meðaltali og 16,4 prósent meðal ungs fólks. „Við notum 28 milljarða í atvinnuleysisbætur sem greiddar eru úr iðnaðinum og komum þess vegna með tillögu um samstarf við ríkisstjórnina um stórfellda endurmenntun á þessum hópi til þess að við getum komið honum inn í ný störf.“ Núna segir Jón Ágúst þjóðina færast frá því að vera sjávarútvegs- og frumframleiðsluþjóð yfir í að áhersla aukist á hönnun og tækni. „Fólkið sem er á atvinnuleysisskrá hefur ekki rétta bakgrunninn í þann geira. Við viljum endurmennta og endurþjálfa 15 þúsund manns og nota þessa 28 milljarða í nýtt nám og menntun þannig að þetta fólk geti gengið inn í ný störf sem til verða á markaði.“ Þá efast Jón Ágúst ekki um að vinna verði til handa fólkinu. „Á ári hverju verða að lágmarki til þúsund til tvö þúsund störf í þessum geira. Hér er hruninn ákveðinn iðnaður og við verðum að byggja upp nýjan og okkur er farið að sárvanta fólk í hugverkaiðnaðinn. Það er eitthvað skrýtið við samfélag sem vantar fólk í vinnu en er með marga á atvinnuleysisskrá.“ Gunnar Guðni Tómasson, forseti verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík, tekur undir að hér sárvanti fólk menntað á ákveðnum sviðum tæknimenntunar. Í uppsveiflu hafi verið hægt að sækja menntað fólk til útlanda, en eftir hrun sé landið tæpast samkeppnishæft. Sérstaklega segir hann skorta fólk menntað í véla- og tölvuverkfræði, byggingarverkfræðinga vanti ekki. „Við þurfum fólk í framleiðslutengdar tæknigreinar.“
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira