Kostnaður BP í Mexíkóflóa kominn yfir milljarð dollara 1. júní 2010 10:48 Kostnaður breska olíufélagsins BP vegna olíulekans í Mexíkóflóa er nú kominn yfir einn milljarð dollara eða um 130 milljarð kr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Búast má við að kostnaðurinn verði mun hærri en nemur þessari upphæð þegar upp er staðið.Fram til þessa hefur BP greitt 15.000 einstaklingum og lögaðilum skaðabætur vegna olíulekans og er meðalfjárhæð bóta til hvers 340 þúsund kr. Hingað til hafa 30.000 einstaklingar og lögaðilar krafist bóta frá BP vegna lekans.Þessar upphæðir eru þó smámunir samanborið við tapið hjá hluthöfum BP frá því að olíulekinn hófst fyrir nokkrum vikum. Hlutir í BP hafa lækkað stöðugt síðan og er gengistap hluthafanna nú orðið hátt í 100 milljarðar dollara.Þegar fréttist í gær að hugsanlega myndi taka tvo mánuði í viðbóta að stöðva lekann féllu hlutir í BP um 14% í kauphöllinni í London. Þetta er mesta verðfall þeirra á einum degi síðan árið 1992. Frá því að lekinn hófst hafa hlutir í BP rýrnað um 25% að verðgildi. Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Kostnaður breska olíufélagsins BP vegna olíulekans í Mexíkóflóa er nú kominn yfir einn milljarð dollara eða um 130 milljarð kr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Búast má við að kostnaðurinn verði mun hærri en nemur þessari upphæð þegar upp er staðið.Fram til þessa hefur BP greitt 15.000 einstaklingum og lögaðilum skaðabætur vegna olíulekans og er meðalfjárhæð bóta til hvers 340 þúsund kr. Hingað til hafa 30.000 einstaklingar og lögaðilar krafist bóta frá BP vegna lekans.Þessar upphæðir eru þó smámunir samanborið við tapið hjá hluthöfum BP frá því að olíulekinn hófst fyrir nokkrum vikum. Hlutir í BP hafa lækkað stöðugt síðan og er gengistap hluthafanna nú orðið hátt í 100 milljarðar dollara.Þegar fréttist í gær að hugsanlega myndi taka tvo mánuði í viðbóta að stöðva lekann féllu hlutir í BP um 14% í kauphöllinni í London. Þetta er mesta verðfall þeirra á einum degi síðan árið 1992. Frá því að lekinn hófst hafa hlutir í BP rýrnað um 25% að verðgildi.
Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira