Erum reynslunni ríkari eftir hrunið Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. júní 2010 06:00 Nasdaq OMX Iceland Skammt dugar að skella plástri á brostið traust. Uppi eru efasemdarraddir um að Kauphöllin nái að rétta úr kútnum eftir hrun það sem hér hefur orðið í efnahags- og viðskiptalífi. Aðrir segja Kauphöllina einmitt verkfærið sem þarf í endurreisnina, til þess séu vítin að varast þau og nú vandi menn sig betur. Markaðurinn/Samsett mynd Skoðanir eru skiptar um hvaða leiðir séu bestar í endurreisn Kauphallarinnar og skráningu fyrirtækja á markað sem eftir hrun hafa ratað í eigu bankanna. Sumir telja að ekki verði hafist handa við endurreisn og nýskráningu fyrirtækja í Kauphöllina fyrr en loku hafi verið fyrir það skotið að nokkuð geti farið aflaga á ný. Þá njóta hljómgrunns í bönkunum sjónarmið í þá veru að selja þurfi fyrirtæki til fjárfesta sem síðan hafi von um ábata þegar þau verði síðar skráð á markað. Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland, Kauphallar Íslands, telur hins vegar að til að endurvekja traust á hlutabréfamarkaði við þær aðstæður sem nú ríki skipti mestu máli að koma inn á markaðinn með góð fyrirtæki og traustvekjandi sem leggja muni áherslu á góða stjórnarhætti og að vera til fyrirmyndar á markaði. „Það er misskilningur að slík fyrirtæki séu ekki í landinu. Þau eru til og hafa þetta að leiðarljósi. Ég hef enga trú á öðru en að fjárfestar og almenningur sé nú þegar reiðubúinn til að skoða fjárfestingar í slíkum fyrirtækjum,“ segir Þórður. Þó svo að margir virðist telja að hlutabréfamarkaður hér á landi sé ónýtur og komi ekki til með að rétta úr kútnum fyrr en eftir einhver ár segist Þórður draga í efa að slík sjónarmið byggi á sterkum rökum. Ekki vafalaus sjónar-mið innan bankannaÞórður Friðjónsson„Í fyrsta lagi er algjörlega klárt að menn hafa lært af bankahruninu og kristaltært að almenningur, fjárfestar, fjölmiðlar, greinendur, eftirlitsaðilar og aðrir verða allir á tánum og fylgjast gríðarlega vel með því sem gerist á hlutabréfamarkaði næstu misserin. Þessum aðilum er í lófa lagið að meta fyrirtækin og skoða þau frá ýmsum sjónarhornum þannig að ég hef engar áhyggjur af því að sá þáttur sem snýr að eftirliti verði eitthvað vanbúinn,“ segir Þórður. Aukinheldur bendir hann á að verið sé að gera umtalsverðar breytingar á laga- og reglugerðaumhverfi kauphallarviðskipta. „Í því sambandi má nefna frumvarp til laga um hlutafélagalög þar sem þrengt er að viðskiptum tengdra aðila, bónusar tengdir langtímahagsmunum félaga og þar fram eftir götunum. Gerðar eru heilmiklar bragarbætur í frumvarpi til laga um fjármálafyrirtæki og viðskiptalífið hefur sett ítarlegar reglur og leiðbeiningar um stjórnarhætti. Allt þetta umhverfi er því gjörbreytt og engin ástæða til að ætla að hlutirnir hrökkvi einhvern veginn í sama far og þeir voru í hér áður.“ Til viðbótar segir Þórður að hafa verði í huga að nú séu engar aðstæður til þess að búa til það óeðli sem hlaupið var í markaðinn. „Meginástæðan fyrir bankahruninu voru auðvitað flókin hagsmuna- og eignatengsl banka, fyrirtækja og einstaklinga, þar sem bankar lánuðu í einkahlutafélög og einstök félög þar sem ýmsir telja að hafi verið um markaðsmisnotkun að ræða líkt og fjallað er um í rannsóknarskýrslu Alþingis. Þetta er náttúrlega eitthvað sem gerist ekki aftur því fjármálafyrirtækin eru nú allt öðruvísi upp byggð,“ segir hann og bendir á að nú séu ekki stórir eigendur að bönkunum sem líka eigi fyrirtæki úti í bæ og geti farið að hagræða lánveitingum og öðru slíku hugsanlega með tilliti til eigin hagsmuna. „Eldsmaturinn í svona ástandi eins og var, hann er einfaldlega ekki til staðar.“ Þórði finnst því allt leggjast á sömu sveif og gera að verkum að ekki sé ástæða til annars en að ýta úr vör hlutabréfamarkaðnum á nýjan leik. „Nú er hins vegar algengt sjónarmið innan bankanna sjálfra að selja eigi fyrirtækin til stórra hluthafa og þeir eigi síðan að innleysa hagnað með því að skrá þau á markað. Þetta sjónarmið finnst mér alls ekki vafalaust. Hvers vegna að taka einhverja kategóríska ákvörðun um að almenningur geti ekki verið hluti af uppsveiflunni og hagnast í byrjun á hlutabréfamarkaði? Það er ljóst, miðað við allar hagsveiflu- og hlutabréfamarkaðskenningar að falist geta gríðarlega mikil tækifæri fyrir almenna fjárfesta í botni hagsveiflunnar.“ Eins segir Þórður rangt að halda því fram að fyrirtækin séu ekki skráningarhæf vegna skuldsetningar og fjárhagslegrar stöðu þeirra. „Auðvitað er hér á landi fjöldinn allur af fyrirtækjum sem er í fínum rekstri og ágætri stöðu. Hverjum dettur til dæmis í hug að draga þá ályktun að fyrirtæki á borð við CCP sé ekki skráningarhæft. Það er bara eigendanna þar að taka ákvörðun um skráningu.“ Aðhald komi víðar að en frá eftirlitsstofnunumForstjóri Kauphallarinnar varar við einhliða sýn á stöðu mála og óþarfa svartsýni. „Það þarf líka að horfa á jákvæðu hliðarnar. Innan um erum við með fyrirtæki í fínum rekstri sem eiga fullt erindi á markað og væri hið besta mál að skrá. Síðan er það að sjálfsögðu forsvarsmanna fyrirtækjanna að leggja í þá vegferð með svolítinn metnað að leiðarljósi, að gera þetta vel, vera til fyrirmyndar, vera framsækið, fylgja reglum og góðum stjórnarháttum og umgangast markaðinn almennt af virðingu. Jafnframt tel ég að fjárfestar og eigendur fyrirtækja hafi lært það af kreppunni að sá háttur sem var á hjá okkar fyrirtækjum sé engin leið til að byggja á til framtíðar.“ Fyrsta skrefið í að byggja upp markaðinn segir Þórður vera að skrá eitt fyrirtæki. Síðan annað og svo koll af kolli. „Það þarf ekki mikið til að fara af stað. Ég hef þá staðföstu trú að í sjálfu sér sé sjálfsagt fyrir okkur að fara hægt, en að nauðsynlegt sé að fara af stað. Áfram er verið að byggja upp og viðhalda þekkingu í bönkunum og fjármálafyrirtækjunum. Ekki á að sitja á höndunum. Að sitja á tækifæri er glatað tækifæri.“ Þórður segist hafa hlustað á marga þá gagnrýni sem sett hafi verið fram um umgjörð þá sem Kauphöllinni sé búin, og einfaldlega ekki alveg sammála öllum þeim sem sett hafa hana fram. „Þótt settar séu fram góðar og gildar athugasemdir þá er verið að gera úrbætur og í það minnsta mat stjórnvalda að þar hafi tekist að gera ágæta hluti. Svo er hitt sem ég tel vera meginmál, að umhverfið núna er þannig úr garði gert að það er engin leið til að hlutir fari jafn aflaga. Maður þarf að vera mjög neikvæður og svartsýnn til að ætla að menn reyni ekki að gera betur en áður.“ Þórður segir ekki rétta leið að setja mál þannig upp að búa verði til fullkomið regluverk um markaðinn áður en af stað sé farið á ný. „Menn eiga hins vegar að vinna með laga- og reglugerðarbreytingar eins og verið er að gera núna. Ég er sannfærður um að fyrirtæki, sem ætlar að fá til sín fjárfesta, munu leggja áherslu á að umgangast hlutaðeigandi af virðingu og virða lög og reglur sem þar um gilda. Öðruvísi eiga menn þess engan kost að ná í fjármagn á markaði.“ Þá telur Þórður að verðugt verkefni kynni að vera fyrir félag á borð við Samtök fjárfesta, með Vilhjálm Bjarnason í fararbroddi, að setja upp kerfi hjá fagfjárfestum þar sem væri leiðbeiningaþjónusta um ábendingar vaknaði grunur um að eitthvað væri ekki í lagi. „Mér fyndist upplagt að virkja þennan vettvang í þá veru, ef menn hefðu til að mynda áhyggjur af því að menn ætluðu aftur í gömlu sporin.“ Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Skoðanir eru skiptar um hvaða leiðir séu bestar í endurreisn Kauphallarinnar og skráningu fyrirtækja á markað sem eftir hrun hafa ratað í eigu bankanna. Sumir telja að ekki verði hafist handa við endurreisn og nýskráningu fyrirtækja í Kauphöllina fyrr en loku hafi verið fyrir það skotið að nokkuð geti farið aflaga á ný. Þá njóta hljómgrunns í bönkunum sjónarmið í þá veru að selja þurfi fyrirtæki til fjárfesta sem síðan hafi von um ábata þegar þau verði síðar skráð á markað. Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland, Kauphallar Íslands, telur hins vegar að til að endurvekja traust á hlutabréfamarkaði við þær aðstæður sem nú ríki skipti mestu máli að koma inn á markaðinn með góð fyrirtæki og traustvekjandi sem leggja muni áherslu á góða stjórnarhætti og að vera til fyrirmyndar á markaði. „Það er misskilningur að slík fyrirtæki séu ekki í landinu. Þau eru til og hafa þetta að leiðarljósi. Ég hef enga trú á öðru en að fjárfestar og almenningur sé nú þegar reiðubúinn til að skoða fjárfestingar í slíkum fyrirtækjum,“ segir Þórður. Þó svo að margir virðist telja að hlutabréfamarkaður hér á landi sé ónýtur og komi ekki til með að rétta úr kútnum fyrr en eftir einhver ár segist Þórður draga í efa að slík sjónarmið byggi á sterkum rökum. Ekki vafalaus sjónar-mið innan bankannaÞórður Friðjónsson„Í fyrsta lagi er algjörlega klárt að menn hafa lært af bankahruninu og kristaltært að almenningur, fjárfestar, fjölmiðlar, greinendur, eftirlitsaðilar og aðrir verða allir á tánum og fylgjast gríðarlega vel með því sem gerist á hlutabréfamarkaði næstu misserin. Þessum aðilum er í lófa lagið að meta fyrirtækin og skoða þau frá ýmsum sjónarhornum þannig að ég hef engar áhyggjur af því að sá þáttur sem snýr að eftirliti verði eitthvað vanbúinn,“ segir Þórður. Aukinheldur bendir hann á að verið sé að gera umtalsverðar breytingar á laga- og reglugerðaumhverfi kauphallarviðskipta. „Í því sambandi má nefna frumvarp til laga um hlutafélagalög þar sem þrengt er að viðskiptum tengdra aðila, bónusar tengdir langtímahagsmunum félaga og þar fram eftir götunum. Gerðar eru heilmiklar bragarbætur í frumvarpi til laga um fjármálafyrirtæki og viðskiptalífið hefur sett ítarlegar reglur og leiðbeiningar um stjórnarhætti. Allt þetta umhverfi er því gjörbreytt og engin ástæða til að ætla að hlutirnir hrökkvi einhvern veginn í sama far og þeir voru í hér áður.“ Til viðbótar segir Þórður að hafa verði í huga að nú séu engar aðstæður til þess að búa til það óeðli sem hlaupið var í markaðinn. „Meginástæðan fyrir bankahruninu voru auðvitað flókin hagsmuna- og eignatengsl banka, fyrirtækja og einstaklinga, þar sem bankar lánuðu í einkahlutafélög og einstök félög þar sem ýmsir telja að hafi verið um markaðsmisnotkun að ræða líkt og fjallað er um í rannsóknarskýrslu Alþingis. Þetta er náttúrlega eitthvað sem gerist ekki aftur því fjármálafyrirtækin eru nú allt öðruvísi upp byggð,“ segir hann og bendir á að nú séu ekki stórir eigendur að bönkunum sem líka eigi fyrirtæki úti í bæ og geti farið að hagræða lánveitingum og öðru slíku hugsanlega með tilliti til eigin hagsmuna. „Eldsmaturinn í svona ástandi eins og var, hann er einfaldlega ekki til staðar.“ Þórði finnst því allt leggjast á sömu sveif og gera að verkum að ekki sé ástæða til annars en að ýta úr vör hlutabréfamarkaðnum á nýjan leik. „Nú er hins vegar algengt sjónarmið innan bankanna sjálfra að selja eigi fyrirtækin til stórra hluthafa og þeir eigi síðan að innleysa hagnað með því að skrá þau á markað. Þetta sjónarmið finnst mér alls ekki vafalaust. Hvers vegna að taka einhverja kategóríska ákvörðun um að almenningur geti ekki verið hluti af uppsveiflunni og hagnast í byrjun á hlutabréfamarkaði? Það er ljóst, miðað við allar hagsveiflu- og hlutabréfamarkaðskenningar að falist geta gríðarlega mikil tækifæri fyrir almenna fjárfesta í botni hagsveiflunnar.“ Eins segir Þórður rangt að halda því fram að fyrirtækin séu ekki skráningarhæf vegna skuldsetningar og fjárhagslegrar stöðu þeirra. „Auðvitað er hér á landi fjöldinn allur af fyrirtækjum sem er í fínum rekstri og ágætri stöðu. Hverjum dettur til dæmis í hug að draga þá ályktun að fyrirtæki á borð við CCP sé ekki skráningarhæft. Það er bara eigendanna þar að taka ákvörðun um skráningu.“ Aðhald komi víðar að en frá eftirlitsstofnunumForstjóri Kauphallarinnar varar við einhliða sýn á stöðu mála og óþarfa svartsýni. „Það þarf líka að horfa á jákvæðu hliðarnar. Innan um erum við með fyrirtæki í fínum rekstri sem eiga fullt erindi á markað og væri hið besta mál að skrá. Síðan er það að sjálfsögðu forsvarsmanna fyrirtækjanna að leggja í þá vegferð með svolítinn metnað að leiðarljósi, að gera þetta vel, vera til fyrirmyndar, vera framsækið, fylgja reglum og góðum stjórnarháttum og umgangast markaðinn almennt af virðingu. Jafnframt tel ég að fjárfestar og eigendur fyrirtækja hafi lært það af kreppunni að sá háttur sem var á hjá okkar fyrirtækjum sé engin leið til að byggja á til framtíðar.“ Fyrsta skrefið í að byggja upp markaðinn segir Þórður vera að skrá eitt fyrirtæki. Síðan annað og svo koll af kolli. „Það þarf ekki mikið til að fara af stað. Ég hef þá staðföstu trú að í sjálfu sér sé sjálfsagt fyrir okkur að fara hægt, en að nauðsynlegt sé að fara af stað. Áfram er verið að byggja upp og viðhalda þekkingu í bönkunum og fjármálafyrirtækjunum. Ekki á að sitja á höndunum. Að sitja á tækifæri er glatað tækifæri.“ Þórður segist hafa hlustað á marga þá gagnrýni sem sett hafi verið fram um umgjörð þá sem Kauphöllinni sé búin, og einfaldlega ekki alveg sammála öllum þeim sem sett hafa hana fram. „Þótt settar séu fram góðar og gildar athugasemdir þá er verið að gera úrbætur og í það minnsta mat stjórnvalda að þar hafi tekist að gera ágæta hluti. Svo er hitt sem ég tel vera meginmál, að umhverfið núna er þannig úr garði gert að það er engin leið til að hlutir fari jafn aflaga. Maður þarf að vera mjög neikvæður og svartsýnn til að ætla að menn reyni ekki að gera betur en áður.“ Þórður segir ekki rétta leið að setja mál þannig upp að búa verði til fullkomið regluverk um markaðinn áður en af stað sé farið á ný. „Menn eiga hins vegar að vinna með laga- og reglugerðarbreytingar eins og verið er að gera núna. Ég er sannfærður um að fyrirtæki, sem ætlar að fá til sín fjárfesta, munu leggja áherslu á að umgangast hlutaðeigandi af virðingu og virða lög og reglur sem þar um gilda. Öðruvísi eiga menn þess engan kost að ná í fjármagn á markaði.“ Þá telur Þórður að verðugt verkefni kynni að vera fyrir félag á borð við Samtök fjárfesta, með Vilhjálm Bjarnason í fararbroddi, að setja upp kerfi hjá fagfjárfestum þar sem væri leiðbeiningaþjónusta um ábendingar vaknaði grunur um að eitthvað væri ekki í lagi. „Mér fyndist upplagt að virkja þennan vettvang í þá veru, ef menn hefðu til að mynda áhyggjur af því að menn ætluðu aftur í gömlu sporin.“
Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira