Viðskipti innlent

1,4 milljarða velta með hlutabréf í maí

Mest voru viðskipti með bréf Marels 770 milljónir og með bréf Össurar 531 milljónir í maímánuði.
Mest voru viðskipti með bréf Marels 770 milljónir og með bréf Össurar 531 milljónir í maímánuði.
Viðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands  í maímánuði námu rúmum 1.364 milljónum eða 72 milljónum á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í aprílmánuði tæpar 1.284 milljónir, eða 71 milljónir á dag, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Mest voru viðskipti með bréf Marels 770 milljónir og með bréf Össurar 531 milljónir.

Úrvalsvísitalan (OMXI6) lækkaði um 11,5% í maí og er 888,2 stig.

Mun meiri velta var með skuldabréf á sama tíma eða 166,9 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×