Neytendasamtökin berjast gegn SMS-lánum 1. júní 2010 13:33 Neytendasamtökin segja sláandi að SMS lánafyrirtækið Kredia skuli markaðssetja rándýr skammtímalán grimmt, skömmu eftir fjármálahrunið. Þau harma þá þróun sem er að verða á lánamarkaði. Samtökin sendu ítrekun til viðskiptamálaráðherra þar sem óskað er eftir að ráðherra bregðist við þessum nýju fyrirtækjum á lánamarkaði með breytingu á lögum. „Það er greinilega mikil samkeppni milli fyrirtækja sem lána peninga í gegnum farsíma og taka fyrir það mjög háa þóknun. Markaðssetningin er ágeng og virðist frekar beinast af veikum hópi neytenda sem auðvelt er að freist," segir í frétt frá samtökunum. Nýjasta útspil Kredia beinist að þeirra helsta markhópi sem eru 18 ára ungmenni. Auglýsingin er send í lokuðu umslagi merkt LEYNDÓ. Í umslaginu er pési með yfirskriftinni „Engar neyðarlegar uppákomur!” Þar er mynd af ungum manni sem er að bjóða kærustunni í bíó. Hann á ekki pening fyrir bíómiðunum, því hann fær ekki heimild á kortið sitt. Þá tekur hann upp gemsann og slær Kredia um lán og getur þá gert „það sem hann vill” eins og fram kemur í umræddum pésa. Pésinn birtir einnig lukkukóða til að tæla ungmennin inná heimasíðu Kredia þannig að það fari örugglega ekki framhjá þeim hversu einfalt það er að taka lán, segir í fréttinni. „Það er spurning hvort unga stúlkan ætti ekki að forða sér hið snarasta úr þessu sambandi. Það byrjar alla vega ekki efnilega ef bíóferðin er upp á krít og það ekki ódýrri. Reyndar eru skilaboðin í auglýsingunni frekar gamaldags og karlmaðurinn settur í einkennilega stöðu. Það ætti ekki að vera neyðarlegt að hafa ekki efni á bíóferð til að vinna hjarta ungra stúlku. Vonandi hefur hann yfirsýn yfir fjárhagsstöðu sína og ætti ekki að fara í bíó nema vera viss um að eiga fyrir miðanum. Stúlkan ætti kannski að borga miðann sinn sjálf en ekki treysta á mann sem tekur lán fyrir bíómiða,” segir í fréttinni. Rannsóknarskýrslan er nýkomin út og í siðfræðikafla skýrslunnar er m.a. fjallað um ágenga markaðssetningu á lánum. Það hversu skuldsett heimilin í raun voru þegar hrunið varð gerir endurreisnina mun erfiðari en annars. Að lánafyrirtæki skuli markaðssetja rándýr skammtímalán svona grimmt, svona stutt eftir hrunið er sláandi, segir í fréttinni. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Neytendasamtökin segja sláandi að SMS lánafyrirtækið Kredia skuli markaðssetja rándýr skammtímalán grimmt, skömmu eftir fjármálahrunið. Þau harma þá þróun sem er að verða á lánamarkaði. Samtökin sendu ítrekun til viðskiptamálaráðherra þar sem óskað er eftir að ráðherra bregðist við þessum nýju fyrirtækjum á lánamarkaði með breytingu á lögum. „Það er greinilega mikil samkeppni milli fyrirtækja sem lána peninga í gegnum farsíma og taka fyrir það mjög háa þóknun. Markaðssetningin er ágeng og virðist frekar beinast af veikum hópi neytenda sem auðvelt er að freist," segir í frétt frá samtökunum. Nýjasta útspil Kredia beinist að þeirra helsta markhópi sem eru 18 ára ungmenni. Auglýsingin er send í lokuðu umslagi merkt LEYNDÓ. Í umslaginu er pési með yfirskriftinni „Engar neyðarlegar uppákomur!” Þar er mynd af ungum manni sem er að bjóða kærustunni í bíó. Hann á ekki pening fyrir bíómiðunum, því hann fær ekki heimild á kortið sitt. Þá tekur hann upp gemsann og slær Kredia um lán og getur þá gert „það sem hann vill” eins og fram kemur í umræddum pésa. Pésinn birtir einnig lukkukóða til að tæla ungmennin inná heimasíðu Kredia þannig að það fari örugglega ekki framhjá þeim hversu einfalt það er að taka lán, segir í fréttinni. „Það er spurning hvort unga stúlkan ætti ekki að forða sér hið snarasta úr þessu sambandi. Það byrjar alla vega ekki efnilega ef bíóferðin er upp á krít og það ekki ódýrri. Reyndar eru skilaboðin í auglýsingunni frekar gamaldags og karlmaðurinn settur í einkennilega stöðu. Það ætti ekki að vera neyðarlegt að hafa ekki efni á bíóferð til að vinna hjarta ungra stúlku. Vonandi hefur hann yfirsýn yfir fjárhagsstöðu sína og ætti ekki að fara í bíó nema vera viss um að eiga fyrir miðanum. Stúlkan ætti kannski að borga miðann sinn sjálf en ekki treysta á mann sem tekur lán fyrir bíómiða,” segir í fréttinni. Rannsóknarskýrslan er nýkomin út og í siðfræðikafla skýrslunnar er m.a. fjallað um ágenga markaðssetningu á lánum. Það hversu skuldsett heimilin í raun voru þegar hrunið varð gerir endurreisnina mun erfiðari en annars. Að lánafyrirtæki skuli markaðssetja rándýr skammtímalán svona grimmt, svona stutt eftir hrunið er sláandi, segir í fréttinni.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira