Viðskipti innlent

Bankastjóraskipti í Landsbankanum (NBI) í dag

Ásmundur Stefánsson lætur af störfum sem bankastjóri Landsbankans (NBI hf.) frá og með deginum í dag. Við starfinu tekur Steinþór Pálsson.

Í tilkynningu segir að Ásmundur hafi gengt stöðu bankastjóra frá 1. mars á síðasta ári, en hann var áður formaður bankaráðs frá nóvember 2008. Hann kom til liðs við Landsbankann eftir að hafa sinnt samræmingarhlutverki fyrir hönd ríkisstjórnar Geirs H. Haarde strax eftir hrun íslensku bankanna.

Ásmundur tók við rekstri bankans á erfiðum tíma en hefur tekist að byggja Landsbankann upp og skilar honum af sér í traustri stöðu eins og sjá má af afkomu bankans fyrstu þrjá mánuði ársins.

Bankaráð Landsbankans þakkar Ásmundi vel unnin störf.

Í dag tekur Steinþór Pálsson til starfa sem bankastjóri. Eru miklar vonir bundnar við ráðningu hans. Verkefni hans verður að móta bankanum framtíðarsýn með því að byggja á því sem gert hefur verið, en leita jafnframt nýrra leiða til að uppfylla metnaðarfull markmið bankans.

Steinþór Pálsson hefur langa og farsæla reynslu af stjórnunarstörfum við rekstur bankastofnana og framleiðslufyrirtækja innanlands og erlendis og mikla reynslu af breytingastjórnun og stefnumótun, að því er segir í tilkynningunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×