Viðskipti innlent

Reynsluboltar stýra sjóðum MP Banka

Sjóðsstjórarnir Nýir sjóðsstjórar hjá rekstrarfélagi MP Banka ætla að bæta úrvalið þrátt fyrir þröngan kost á íslenskum fjármálamarkaði.
Sjóðsstjórarnir Nýir sjóðsstjórar hjá rekstrarfélagi MP Banka ætla að bæta úrvalið þrátt fyrir þröngan kost á íslenskum fjármálamarkaði. Markaðurinn/GVA

„Við vinnum vel saman. Það sem við gerðum með Teton kom vel út og því ákváðum við að fara dýpra inn í stýringuna," segir Styrmir Guðmundsson sem ásamt Ragnari Páli Dyer hefur gengið til liðs við MP Banka um sjóðastýringu rekstrarfélags sjóða bankans. Þeir munu jafnframt eiga hlut í rekstrarfélaginu.

Styrmir og Ragnar hófu störf hjá Straumi Burðarási 2007 en hafa rekið vogunarsjóðinn TF-2 í samstarfi við fjárfestingafélagið Teton frá því skilanefnd tók Straum yfir í fyrravor.

Í stýringu hjá sjóðum MP Banka eru milli átta og tíu milljarðar króna.

Styrmir segir markmiðið að stækka sjóðina og bæta úrvalið. „Það eina sem er í boði nú eru íslenskir vextir; innlán, skuldabréf, peningamarkaðsskjöl og millibankaafurðir auk þess sem markaður er að myndast fyrir valrétti og skiptasamninga," segir hann. - jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×