Viðskipti innlent

Blómaval fagnar 40 ára starfsafmæli

Blómaval mun fagna 40 ára starfsafmæli með afmælishátíð um land allt 3-6. júní, segir í fréttatilkynningu.

Margt hefur breyst á þessum 40 árum en starfssemi Blómavals byggir enn á þrenningunni sem lagt var af stað með fyrir 40 árum. Blómin, garðurinn og grænmetið eru enn þungamiðjan í allri áherslu fyrirtækisins, segir í tilkynningunni.

Í tilefni afmælisins hefur Blómaval ráðist í útgáfu handbókar um garðverkin “Vinnan í garðinum“.

Í verslunum Blómavals starfa 60 manns um land allt. Blómaval rekið í samstarfi við verslanir Húsasmiðjunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×