Viðskipti innlent

Markaðsskuldabréf sækja í sig veðrið

Staða markaðsskuldabréfa í lok apríl 2010 nam 1.506 milljarða kr. og hækkaði um 34,16 milljarða kr. í mánuðinum.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að staða óverðtryggðra ríkisbréfa nam 342,95 milljarða kr. í lok apríl 2010, samanborið við 282,07 milljarða kr. í apríl 2009. Þetta er aukning um 60,88 milljarða kr. milli ára.



Markaðsvirði skráðra hlutabréfa í Kauphöll Íslands nam 256,31 milljörðum kr í lok apríl 2010 sem er aukning um 80,03 milljarða kr. frá apríl mánuði 2009.

Í hagtölunum segir að samhliða þessari birtingu hafa tölur fyrir banka- og sparisjóðsbréf frá september 2008 verið endurskoðaðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×